Erlent

Fangar flýja á Haíti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Haíti. Mynd/ AFP.
Frá Haíti. Mynd/ AFP.
Stærsta fangelsið í Port-au-Prince, höfuðborg Haíti, er hrunið eftir jarðskjálftann í gær og sumir fangar hafa flúið, að því er Sameinuðu þjóðirnar upplýsa. Ekki er vitað hversu margir fangar hafa flúið og hversu margir hafa farist í rústum fangelsisins.

Fangaflóttinn vekur menn til umhugsunar um það hvort glæpamenn í Haíti muni nýta sér þá ringulreið sem þar ríkir til þess að fara ránshendi um verslanir og heimili á svæðinu.

Talsmaður Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar sagði við fréttastofu NTB að þeir hafi fengið fréttir um glæpi í Port-au-Prince og þeir væru hræddir um öryggi fólks á svæðinu, einkum kvenna.

Fangelsið í borginni var byggt árið 1915. Því er ætlað að hýsa 1200 fanga, en samkvæmt tölum frá því í desember eru engu að síður um 3900 fangar í fangelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×