Innlent

Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum

66°Norður og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn sameina krafta sína á ný á þessu ári og bjóða upp á hina vinsælu æfingaráætlun „Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum". Þetta er þriðja árið sem verkefnið er í gangi og gefur fólki tækifæri til að ganga á Hvannadalshnúk, hæsta tind Íslands (2210 m), á suðurhluta Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu.

Verkefnið býður göngufólki upp á frábæra lífsreynslu um leið og það lærir um umhverfislega ábyrgð. Fyrirtækin tvö leggja hart að sér að nota viðburðinn sem fræðslufarveg í þeim tilgangi að göngufólk geti fræðst um hlýnun jarðar og áhrif hennar á jökla Íslands.

Áætlunin er í tveimur þáttum:

1) Fyrirlestrar og námskeið þar sem þátttakendur eru fræddir um næringu, klæðnað, búnað, öryggi og umhverfislega ábyrgð.

2) Fjórtán göngur sem ætlað er að efla kunnáttu, öryggi, líkamlegt form og reynslu áður en haldið er á Hvannadalshnúk.

Þjálfunin hefst í febrúar og lýkur með fyrri Hnúksferðinni af tveimur, en þátttakendur geta valið um tvær dagsetningar tindastigs. Í fyrra náðu um 210 manns að standa á hæsta tindi Íslands eftir að hafa tekið þátt í æfingadagskrá Toppaðu með 66°Norður og Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum.

Auka umhverfisvitund almenning

Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og 66°Norður eru traustir samstarfsaðilar með umhverfisvitund að leiðarljósi. Íslenskir Fjallaleiðsögumenn hafa áralanga reynslu í fjallaleiðsögn og 66°Norður er leiðandi við þróun útivistarfatnaðar sem gerir göngufólki kleift að njóta útivistar við erfiðar aðstæður.

Nánari upplýsingar er að finna hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×