Innlent

Sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar

Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir.
Margrét Gauja Magnúsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu í prófkjöri sem fram fer 30. janúar.

Margrét Gauja hefur verið bæjarfulltrúi þetta kjörtímabil og situr í 4. sæti listans í dag. Hún er formaður íþrótta- og tómstundarnefndar Hafnarfjarðar og varaformaður framkvæmdarráðs.

Margrét Gauja er 33 ára, gift Davíð Arnari Stefánssyni nema og knattspyrnuþjálfara hjá FH. Þau eiga saman 2 dætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×