Innlent

Margrét Sverris gefur kost á sér

Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir.
Margrét Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.  

Árið 1998 varð Margrét framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins og varaþingmaður Reykjavíkur. Margrét hefur verið varaborgarfulltrúi frá árinu 2002, fyrst fyrir Frjálslynda flokkinn, en síðastliðinn tvö ár hefur hún starfað með borgarstjórnarflokki Samfylkingar.   

Margrét er formaður Kvenréttindafélags Íslands.  Hún var varaformaður Íslandshreyfingarinnar þegar hreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna fyrir síðustu Alþingiskosningar og situr nú í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram laugardaginn 30. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×