Innlent

Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið

Rústabjörgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli. Áætlanir gera ráð fyrir því að þota fari í loftið með sveitina núna klukkan tíu.
Rústabjörgunarsveitin á Keflavíkurflugvelli. Áætlanir gera ráð fyrir því að þota fari í loftið með sveitina núna klukkan tíu. Mynd/Valgarður Gíslason
„Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun.

Talið er að þúsundir manna hafi farist í öflugum jarðskjálfa á Haití í gærkvöldi að íslenskum tíma. Skjálftinn mældist 7,1 á Richter.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun heldur af landi brott innan skamms. Búnaður sveitarinnar vegur tíu tonn, auk þess sem nokkur tonn af vatni verða með í för, fullkominn fjarskiptabúnaður og vatnshreinsibúnaður. Með þessu getur sveitin starfað í heila viku án utanaðkomandi aðstoðar.

„Hópurinn hefur verið þjálfa og undirbúa sig fyrir verkefni eins og þetta. Það verður að koma síðar í ljós hvað bíður okkar en það er ljóst að þarna hafa átt sér stað miklar hamfarir þannig að það er líka óvissa sem bíður okkar," segir Kristinn.


Tengdar fréttir

Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi

Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun.

Ekki vitað um Íslendinga í Haítí

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×