Erlent

Haítí: Yfirmaður SÞ á meðal þeirra sem taldir eru látnir

Hedi Annabi
Hedi Annabi

Sameinuðu þjóðirnar segja að á meðal þeirra þúsunda sem gætu hafa látist í jarðskjálftanum sem reið yfir Haítí í gærkvöldi séu hundruð starfsmanna stofnunarinnar.

Að minnsta kosti 100 manns eru enn grafnir í rústum höfuðstöðva SÞ í höfuðborginni Port au Prince. Sameinuðu þjóðirnar eru með friðargæslulið í landinu og á meðal þeirra sem talið er að hafi látist eru yfirmaður friðargæslunnar í landinu, Hedi Annabi, og næsti yfirmaður hans.

Björgunarsveitir eru nú á leiðinni frá öllum heimshornum, þar á meðal frá Íslandi en flugvél héðan fór í morgun.

Þá er von á bandarsíska spítalaskipinu USNS Comfort til landsins til þess að hlúa að slösuðum og sjúkum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×