Innlent

Helmingi minna lánað en ári fyrr

Árið 2009 bárust Íbúðalánasjóði 3.320 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika, 42 prósentum fleiri en 2008, samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. Fréttablaðið/Anton
Árið 2009 bárust Íbúðalánasjóði 3.320 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika, 42 prósentum fleiri en 2008, samkvæmt mánaðarskýrslu sjóðsins. Fréttablaðið/Anton
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs allt síðasta ár námu rétt rúmum 30 milljörðum króna, 52 prósentum minna en á árinu 2008 þegar útlán námu rúmum 64 milljörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu sjóðsins í gær.

Heildarútlán í desember námu 2,1 milljarði króna, lækkuðu um 14 prósent frá fyrra mánuði. Af útlánum sjóðsins í desember voru tæpar 1.500 milljónir króna vegna almennra útlána og rúmar 600 milljónir vegna annarra lána.

„Meðalútlán almennra lána voru um 8,8 milljónir króna í desember, sem er lækkun um tvö prósent frá fyrra mánuði,“ segir í tilkynningunni. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×