Innlent

Eldur í Eyjum

Mynd af vettvangi/Gísli Óskarsson.
Mynd af vettvangi/Gísli Óskarsson.

Laust fyrir klukkan 15:00 í dag var tilkynnt um eld í einbýlishúsi í Vestmannaeyjum.

Þegar slökviliðið kom á staðinn var mikill reykur í bílskúr sem er áfastur við íbúðarhúsið, en lítill eldur.

Að sögn slökkviliðsstjórans, Ragnars þórs Baldvinssonar, varð lítið tjón í brunanum og ekki urðu slys á fólki. Hann þakkar snöggum viðbrögðum slökkviliðs og þeirra sem urðu eldsins varir að eldurinn náði ekki að breiðast út.

Íbúar hússins voru ekki heima þegar eldsins varð vart, en nágranni sagðist hafa litið með húsinu laust eftir klukkan tvö í dag og þá einskis orðið var.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×