Rústabjörgunarsveitin farin af stað 13. janúar 2010 11:12 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. „Er búist við að íslenska sveitin verði meðal fyrstu alþjóðlegra björgunarsveita á staðinn en það má þakka snörum viðbrögðum utanríkisráðuneytisins," segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Hópurinn hefur verið þjálfa og undirbúa sig fyrir verkefni eins og þetta. Það verður að koma síðar í ljós hvað bíður okkar en það er ljóst að þarna hafa átt sér stað miklar hamfarir þannig að það er líka óvissa sem bíður okkar," sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu fyrr í morgun. Flogið verður til Boston í Bandaríkjunum og þaðan er stefnan tekin á Haiti. Á þessari stundu er þó óljóst hvort hægt verður að lenda á Haití og verið getur að lenda þurfi í Dómínínska lýðveldinu og ferðast þaðan landleiðina til Haití, að fram kemur í tilkynningunni. Fljótlega eftir að fréttir bárust af skjálftanum og þeim skaða er hann olli bauð utanríkisráðuneyti Íslands fram aðstoð sveitarinnar og unnu fulltrúar ráðuneytisins, ráðherra og Slysavarnafélagið Landsbjörg í alla nótt að undirbúningi. Að því loknu var farið á Keflavíkurflugvöll þar sem búnaður sveitarinnar er geymdur en hann vegur um 13 tonn, þar af eru um þrjú tonn af vatni. Gert er ráð fyrir að sveitin geti starfað án utanaðkomandi aðstoðar í 10 daga. Í tilkynningunni segir að íslenska rústabjörgunarsveitin sé í afar góðri æfingu. Hún undirgekkst úttekt á vegum INSARAG, sem eru samtök rústabjörgunarsveita er starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, síðastliðið haust og hlaut þar afar góða umsögn. Íslenska sveitin er ein af fáum alþjóðarústabjörgunarsveitum sem fengið hafa slíka vottun. Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. „Er búist við að íslenska sveitin verði meðal fyrstu alþjóðlegra björgunarsveita á staðinn en það má þakka snörum viðbrögðum utanríkisráðuneytisins," segir í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. „Hópurinn hefur verið þjálfa og undirbúa sig fyrir verkefni eins og þetta. Það verður að koma síðar í ljós hvað bíður okkar en það er ljóst að þarna hafa átt sér stað miklar hamfarir þannig að það er líka óvissa sem bíður okkar," sagði Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu fyrr í morgun. Flogið verður til Boston í Bandaríkjunum og þaðan er stefnan tekin á Haiti. Á þessari stundu er þó óljóst hvort hægt verður að lenda á Haití og verið getur að lenda þurfi í Dómínínska lýðveldinu og ferðast þaðan landleiðina til Haití, að fram kemur í tilkynningunni. Fljótlega eftir að fréttir bárust af skjálftanum og þeim skaða er hann olli bauð utanríkisráðuneyti Íslands fram aðstoð sveitarinnar og unnu fulltrúar ráðuneytisins, ráðherra og Slysavarnafélagið Landsbjörg í alla nótt að undirbúningi. Að því loknu var farið á Keflavíkurflugvöll þar sem búnaður sveitarinnar er geymdur en hann vegur um 13 tonn, þar af eru um þrjú tonn af vatni. Gert er ráð fyrir að sveitin geti starfað án utanaðkomandi aðstoðar í 10 daga. Í tilkynningunni segir að íslenska rústabjörgunarsveitin sé í afar góðri æfingu. Hún undirgekkst úttekt á vegum INSARAG, sem eru samtök rústabjörgunarsveita er starfa undir hatti Sameinuðu þjóðanna, síðastliðið haust og hlaut þar afar góða umsögn. Íslenska sveitin er ein af fáum alþjóðarústabjörgunarsveitum sem fengið hafa slíka vottun.
Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57
Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38
Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25
Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38
Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55