Erlent

Hvort viltu pískinn eða rimlana?

Óli Tynes skrifar
Beygja sig fram.
Beygja sig fram.

Norskur prófessor vill að sakamenn fái að velja um hvort þeir fara í fangelsi eða verða hýddir opinberlega. Espen Chaanning er prófessor í hugmyndasagnfræði.

Hann segir í viðtali við norska Dagbladet að engin ástæða sé til að leyfa fólki ekki að velja. Fyrir lögbrjóta sem eigi fjölskyldur væri hýðing uppbyggilegri en fangelsisvist.

Prófessorinn segir að fangelsisvist sé sársaukafull ekki síður en hýðing. Það sé bara litið þannig á að hún sé mannúðlegri. Sársauki við hýðingu taki mun fyrr af.

Öyvind Alnæs fangelsisstjóri í Osló segir við Dagbladet að hann voni að þetta útspil Chaannings verði tekið til umræðu.

Lögfræðingurinn Fridtjof Feydt segir að hann geti ekki neitað því að margir af skjólstæðingum hans myndu velja hýðingu frekar en fangelsi.

Honum finnst hinsvegar ekki koma til greina að hýða fólk opinberlega. Hann minnir á að hýðingar séu skilgreindar sem pyntingar og brjóti í bága við mannréttindasáttmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×