Erlent

Óttast að 100 þúsund hafi farist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Haíti í gær gæti verið yfir 100 þúsund, að mati Jean-Max Bellerive, forsætisráðherra landsins.

„Ég vona að það sé ekki rétt metið, af því að ég vona að fólk hafi haft tíma til þess að komast út. Við erum með svo marga úti á götum að við vitum ekki nákvæmlega hvar þeir búa," segir Bellerive. Hann segir hins vegar að eyðileggingin sé gríðarleg og því ekkert hægt að fullyrða um þetta fyrirfram.

Daily Telegraph segir að forsetahöllin, skólar, sjúkrahús og fleiri byggingar hafi gereyðilagst í jarðskjálftanum og 30 eftirskjálftum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×