Innlent

Fyrirgera rétti sínum til skjóls

Stefán Einar Stefánsson
Stefán Einar Stefánsson
Líta ætti til fælingarsjónarmiða þegar íhugað er hvort heimila eigi afnám takmarkana á ábyrgð hluthafa, sagði Stefán Einar Stefánsson, viðskiptasiðfræðingur við Háskólann í Reykjavík, í erindi sínu á fundinum í gær.

„Flestir hefðu talið að óþarft væri að hafa áhyggjur af mögulegri misnotkun hlutafélagaformsins," sagði Stefán. Reiknað hafi verið með því að bankarnir neituðu að lána hlutafélögum sem ekki hefðu trygg veð gegn lánunum.

Því færa megi rök fyrir því að ábyrgðin liggi einnig hjá lánastofnunum sem láni hlutafélögum fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sem keypt eru fyrir lánið.

Hefðu eigendur hlutafélaga sem tóku himinhá lán fyrir hlutabréfakaupum í aðdraganda hrunsins vitað að hægt yrði að ganga að þeim persónulega í einhverjum tilvikum hefði það að mati Stefáns haft mikinn fælingarmátt. Þeir sem skáki í skjóli takmarkana á ábyrgð og misnoti hana ættu þar með að fyrirgera rétti sínum til þess að vera í því skjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×