Erlent

Gefur lítið fyrir nýjar viðræður

Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas
Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gefur lítið fyrir tilraunir Bandaríkjamanna þessa dagana til að hleypa nýju lífi í friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna.

„Við munum ekki fallast á að hefja viðræður á ný nema landtökur verði frystar algerlega, einkum í Jerúsalem, í ákveðinn tíma,“ sagði Abbas í gær.

Ísraelar hafa fallist á að hætta landtökuverkefnum í tíu mánuði, en aðeins á Vesturbakkanum. Framkvæmdum landtökumanna í Ísrael verði haldið áfram.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×