Túlkur íslensku sveitarinnar missti húsið 13. janúar 2010 13:45 Eitt af fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Mynd/AP Haítíbúinn sem kemur til með að aðstoða og túlka fyrir íslensku rústabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí missti húsið sitt í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Hann komst ásamt eiginkonu sinni og mánaðargömlu barni út úr húsinu en missti flestar eigur sínar. Þetta hefur Pétur Guðjónsson eftir honum en Pétur hefur dvalið langdvölum í landinu undanfarin 15 ár við hjálpar- og uppbyggingarstarf. Hann hefur í morgun ítrekað reynt að ná sambandi við íbúa sem hann þekkir á eyjunni og er túlkurinn sá eini sem Pétur hefur náð í. Jarðskjálfti að stærðinni 7,1 á Richter reið yfir Haití klukkan tíu gærkvöldi að íslenskum tíma. Upptökin voru skammt frá höfuðborginni Port au Prince sem fór afar illa út úr skjálftanum. „Ástandið var nóg erfitt fyrir þó þetta hafi ekki þurft að bætast við," segir Pétur sem lýsir hörmungunum við Móðuharðindin á Íslandi á 18. öld. Afar róstusamt hafir verið í landinu undanfarin ár og mannrán tíð. Haiti er auk þess eitt fátækasta land í Vesturheimi. Össur vakti Pétur sem kom á sambandi við túlkinn Vegna tengsla sinna við Haítí var samband við Pétur frá utanríkisráðuneytinu í nótt. „Össur utanríkisráðherra vakti mig en það er í góðu lagi," segir Pétur sem hafði milligöngu um að koma á samskiptum milli ráðuneytisins og Haítíbúans sem ætlar að túlka fyrir rústabjörgunarsveitina. Hann býr í höfuðborginni. Pétur segist hafa reynt að ná í að minnsta kosti 15 Haítíbúa í morgun en túlkurinn hafi verið sá eini sem hann hafi náð sambandi við. „Það var hundaheppni því símasambandið er mjög slæmt." Pétur hefur eftir honum að íbúar höfuðborgarinnar telji að þúsundir jafnvel tugþúsundir manna hafi farist í skjálftanum og margir misst heimili sín.Veit ekki hvort að skólarnir eru skemmdir Pétur hefur á undanförnum árum starfað á vegum húmanistahreyfingarinnar á Haítí og segist hann hafa heimsótt landið mörgum sinnum á ári síðustu 15 ár. Pétur var síðast í landinu í lok september. Hann segir að hreyfingin á Íslandi hafi ásamt heimamönnum tekið þátt í að reisa hátt í 200 skóla sem eru flestir á landsbyggðinni. Pétur veit ekki hvort og þá hversu mikið skemmdir þeir eru. Uppbyggingin hafi verið studd af Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum en Pétur segir að ekki hafi farið mikið fyrir starfinu hér á landi þrátt fyrir það. „Þetta hefur bara verið stutt af Íslendingum og það má því segja Íslendingum komi Haítí ansi mikið við." Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin farin af stað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. 13. janúar 2010 11:12 Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí „Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum. 13. janúar 2010 11:55 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Haítíbúinn sem kemur til með að aðstoða og túlka fyrir íslensku rústabjörgunarsveitina sem er á leið til Haítí missti húsið sitt í jarðskjálftanum í gærkvöldi. Hann komst ásamt eiginkonu sinni og mánaðargömlu barni út úr húsinu en missti flestar eigur sínar. Þetta hefur Pétur Guðjónsson eftir honum en Pétur hefur dvalið langdvölum í landinu undanfarin 15 ár við hjálpar- og uppbyggingarstarf. Hann hefur í morgun ítrekað reynt að ná sambandi við íbúa sem hann þekkir á eyjunni og er túlkurinn sá eini sem Pétur hefur náð í. Jarðskjálfti að stærðinni 7,1 á Richter reið yfir Haití klukkan tíu gærkvöldi að íslenskum tíma. Upptökin voru skammt frá höfuðborginni Port au Prince sem fór afar illa út úr skjálftanum. „Ástandið var nóg erfitt fyrir þó þetta hafi ekki þurft að bætast við," segir Pétur sem lýsir hörmungunum við Móðuharðindin á Íslandi á 18. öld. Afar róstusamt hafir verið í landinu undanfarin ár og mannrán tíð. Haiti er auk þess eitt fátækasta land í Vesturheimi. Össur vakti Pétur sem kom á sambandi við túlkinn Vegna tengsla sinna við Haítí var samband við Pétur frá utanríkisráðuneytinu í nótt. „Össur utanríkisráðherra vakti mig en það er í góðu lagi," segir Pétur sem hafði milligöngu um að koma á samskiptum milli ráðuneytisins og Haítíbúans sem ætlar að túlka fyrir rústabjörgunarsveitina. Hann býr í höfuðborginni. Pétur segist hafa reynt að ná í að minnsta kosti 15 Haítíbúa í morgun en túlkurinn hafi verið sá eini sem hann hafi náð sambandi við. „Það var hundaheppni því símasambandið er mjög slæmt." Pétur hefur eftir honum að íbúar höfuðborgarinnar telji að þúsundir jafnvel tugþúsundir manna hafi farist í skjálftanum og margir misst heimili sín.Veit ekki hvort að skólarnir eru skemmdir Pétur hefur á undanförnum árum starfað á vegum húmanistahreyfingarinnar á Haítí og segist hann hafa heimsótt landið mörgum sinnum á ári síðustu 15 ár. Pétur var síðast í landinu í lok september. Hann segir að hreyfingin á Íslandi hafi ásamt heimamönnum tekið þátt í að reisa hátt í 200 skóla sem eru flestir á landsbyggðinni. Pétur veit ekki hvort og þá hversu mikið skemmdir þeir eru. Uppbyggingin hafi verið studd af Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum en Pétur segir að ekki hafi farið mikið fyrir starfinu hér á landi þrátt fyrir það. „Þetta hefur bara verið stutt af Íslendingum og það má því segja Íslendingum komi Haítí ansi mikið við."
Tengdar fréttir Rústabjörgunarsveitin farin af stað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. 13. janúar 2010 11:12 Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57 Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí „Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum. 13. janúar 2010 11:55 Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38 Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25 Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38 Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Rústabjörgunarsveitin farin af stað Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin sem er sérhæfð í rústabjörgun er lögð af stað til Haití til björgunarstarfa. Flugvél frá Icelandair fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli um klukkan 11 með 35 meðlimi sveitarinnar og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu sem mun fylgja sveitinni til Haití. 13. janúar 2010 11:12
Rústabjörgunarsveitin á leið í loftið „Við erum í lokahnykknum. Allur farangur er kominn um borð og nú bíðum við eftir að fá leyfi til að fara í loftið," segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. 36 manna björgunarsveit er á leið skjálftasvæðið í Haítí. Auk þess fara Kristinn og starfsmaður utanríkisráðuneytisins með hópnum en þeir koma væntanlega til baka á morgun. 13. janúar 2010 09:57
Rauði krossinn með símasöfnun vegna hamfaranna í Haítí „Reynslan sýnir að fyrstu aðgerðir Rauða krossins í jarðskjálftum sem þessum eru að veita fólki skjól, mat og hreint vatn, auk læknisaðstoðar og sálræns stuðnings,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, sem hefur opnað söfnunarsíma sinn vegna jarðskjálftans á Haítí í gærkvöldi. Rauði krossinn hér á landi hefur boðið fram vana sendifulltrúa í neyðarviðbrögðum. 13. janúar 2010 11:55
Íslendingur í Haítí Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um einn Íslending í Haítí. Hann er óhultur og gat látið vita af sér skömmu eftir stóra jarðskjálftann í gærkvöldi. 13. janúar 2010 10:38
Björgunarsveitin frá Íslandi fer fyrir hádegi Í kjölfar jarðskjálftans mikla í Haítí ákvað utanríkisráðuneytið, í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörgu að bjóða fram aðstoð íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, sem er sérhæfð í rústabjörgun. 13. janúar 2010 07:25
Ekki vitað um Íslendinga í Haítí Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið á sjálftasvæðinu í Haítí. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 13. janúar 2010 09:38
Þúsundir fórust á Haiti -rústabjörgunarsveitin á leiðinni Það tók aðeins þrjátíu sekúndur fyrir jarðskjálftann að leggja stóran hluta af höfuðborginni Port au Prince nánast í rúst í gærkvöldi en hún er aðeins um fimmtán kílómetra frá upptökunum. 13. janúar 2010 06:55