Fleiri fréttir

Kennir ýmissa grasa í kröfuhafaskrá

Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Management var stofnað á þessu ári í tengslum við kaup á skuldabréfum Glitnis á eftirmarkaði. Það tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á skráðum hluta- og skuldabréfamarkaði. Það veðjaði á fall banka og fjármálafyrirtækja í bankahrinunni í fyrra, þar á meðal breska bankans Lloyds í byrjun september, samkvæmt gögnum breska fjármálaeftirlitsins.

Skipað að fella samkomutjald

Borgarráð hefur samþykkt að rekstraraðila Hressingarskálans í Austurstræti verði gert að taka niður samkomutjald í garði staðarins.

Rússar boða minni útblástur

Rússar hyggjast standa við yfirlýsingar Dimitri Medvedev, forseta landsins, um að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði fjórðungi minni árið 2020. Þeir kynntu ítarlegar leiðir sem stjórnin ætlar að fara eftir til að ná þeim markmiðum.

Gerður að heiðursdoktor

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var gerður að heiðursdoktor Ríkisháskólans í Ohio, fjölmennasta háskóla Bandaríkjanna, á sunnudag.

Milljarðamæringur í slaginn

Milljarðarmæringurinn Sebastian Pineira fékk 44 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Síle á sunnudaginn. Hann þykir eiga góða möguleika á sigri í seinni umferðinni í janúar.

Takast á um frávísun eftir gagnaöflun

Fyrsta dómsmálið þar sem reynir á gildi neyðarlaganna sem sett voru við fall bankakerfisins í fyrrahaust var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Lögð voru fram gögn og fundinn dagur um miðjan febrúar næstkomandi fyrir málflutning vegna kröfu ríkisins um að málinu verði vísað frá dómi.

Ráðherra bíður dóms í málinu

„Við höfum tekið þá ákvörðun að bíða dóms í málinu," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um iðnaðarmálagjald, skatt sem lagður er á veltu iðnfyrirtækja og miðlað um ríkissjóð til Samtaka iðnaðarins.

Gengu allir á dyr

Fulltrúar Afríkuríkja sýndu í verki að þeim er full alvara með að standa fast á sínu þegar þeir gengu á dyr í stóra salnum í Bella Center. Þá hættu þeir þátttöku í öllum nefndum og ráðum. Aðgerðirnar studdu 135 lönd, þar á meðal öll þróunarríkin, Kína og Indland.

Vökvabann í flugi framlengt

Evrópusambandið áformar að framlengja bann við að taka vökva í handfarangri í flug fram í apríl 2013. Verði bannið ekki framlengt mun það renna út í apríl næstkomandi.

Skólakrakkar fá tölvur úr banka

Grunnskólinn á Hólmavík mun spara 1,4 milljónir króna á að kaupa lítið notaðar tölvur í stað þess að kaupa nýjar eins og til stóð. Um er að ræða öflugar tölvur með 19 tommu skjá og Windows 7 stýrikerfi á aðeins 35 þúsund krónur stykkið að því er segir í skýrslu Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra.

Töldu dótturinni líkt við hross

Mæðgur hafa verið dæmdar til að greiða samtals 240 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðist á konu í verbúð í Þorlákshöfn. Þá voru þær dæmdar til að greiða fórnarlambinu 130 þúsund krónur í miskabætur.

Orkuver ræst í Elliðaárdalnum

Nýtt frumkvöðlasetur var opnað í aflagðri rafveitubyggingu í Elliðaárdal í gær. Setrið er nefnt eftir húsinu sjálfu sem heitið hefur Toppstöðin. Að því er kemur fram í tilkynningu verður í setrinu orkuver hugvits og verkþekkingar rekið af félagasamtökunum Toppstöðinni og hafi að markmiði að styðja við nýsköpun á sviði framleiðslu og hönnunar og auka tengsl milli hönnunargreina og iðngreina. „Toppstöðin mun á komandi mánuðum byggja upp öflugt starf með fjölbeyttri dagskrá, fyrirlestrum, vinnustofum, námskeiðum og þróunarverkefnum,“ segir í kynningu. - gar

Varað við fyrirframsköttum

Fyrirframskattheimta er varasöm að mati Marks Flanagans, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um málefni Íslands. Á fundi með Flanagan í gær kom fram að starfsfólk sjóðsins hafi varað stjórnvöld sérstaklega við slíkri skattheimtu í viðræðunum sem staðið hafa frá mánaðamótum og lauk í gær um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS. Í umræðunni hefur verið bæði að heimta skatta fyrirfram af stóriðju og af lífeyrissjóðum.

Þarf að endurskoða launamál hjá ríkinu

„Við þykjumst sjá dæmi þess að forstöðumönnum stofnana hafi verið hent út í djúpu laugina. Ég held að þeir hafi ekki fengið nægilega þjálfun til að umgangast þennan málaflokk með sömu röggsemi, eða það má kalla það hörku, og viðgekkst áður,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.

Flutti inn fyrsta bardagabúrið

íþróttir Fyrsta bardagabúrið sem ætlað er til æfinga í blönduðum bardagaíþróttum hefur verið flutt til landsins af félaginu Mjölni.

Enginn sparnaður í niðurskurði

„Það verður að finna aðrar leiðir til að spara en að skera niður framlög til áfengissjúklinga,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, um boðaðan 70 milljóna niðurskurð til samtakanna. „Enginn sparnaður er í að rústa áfengismeðferð, vandinn gufar ekki upp og það er ljóst að þeir sem eiga við vandamál að stríða munu lenda á bráðadeild og öðrum deildum spítalans, róstur munu aukast á heimilum og svo framvegis.“

Ísland undir meðaltölum

Meðalatvinnuleysi hér á landi á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent, 1,5 prósentustigum undir meðaltali ríkja Efnahags- og samvinnustofnunarinnar (OECD), sem var 8,6 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum stofnunarinnar.

Bágstöddum gefinn humar

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu í gær afhent 900 kíló af humri frá Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum. Humarinn er ætlaður til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin.

Segir Obama blekkja araba

Ayman Al Zawahri, sem enn er talinn vera næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, segir Barack Obama Bandaríkjaforseta reyna að slá ryki í augu araba með yfirlýsingum um að hann ætli að reyna að koma friðarviðræðum af stað fyrir botni Miðjarðarhafs.

Skipulögðu sjálfsvígsárás

Ellefu manns voru sakfelldir á Spáni fyrir að hafa skipulagt sjálfsvígsárásir, sem hefðu orðið þær fyrstu í landinu.

Jafnvægisuggi laskaðist aftur

Annar jafnvægisuggi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs laskaðist þegar hann rakst utan í bryggju í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Gleymst hafði að taka uggann inn áður en skipið sigldi að.

Mark Flanagan: Burtþráin tekin illilega úr samhengi

Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), Mark Flanagan, sagði í viðtali í Kastljósi nú í kvöld að ummæli sem höfð voru eftir honum eftir fund hóps með AGS hefðu verið tekin illilega úr samhengi.

Ófyrirséður kostnaður nærri milljarði

Gert er ráð fyrir að ófyrirséður kostnaður Reykjavíkurborgar verði sjöhundruð og níutíu milljónir króna á næsta ári, sem er þreföldun miðað við áætlun þessa árs. Borgarfulltrúi Vinstri-grænna telur að hluti fjárins fari í kosningabaráttu meirihlutaflokkanna í vor. Meirihlutaflokkarnir hafa þegar ákveðið að verðbæta fjárhagsaðstoð borgarinnar fyrir næsta ár.

Íslensk mannætusaga á forsíðu Politiken

Stórblaðið Politiken skrýddi forsíðu blaðsins og forsíðu bókakálfs síns með verkum Þórarins Leifssonar, rithöfundar og myndlistarmanns en í bókablaðinu sjálfu var síðan stærðarinnar viðtal við Þórarinn í tilefni af útkomu bókarinnar Leyndarmálið hans pabba þar í landi.

Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað

Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur.

Flestir vetnisbílar hér á landi

Stærsti floti vetnisknúinna fólksbíla í Evrópu er nú hér á landi. Í flotanum eru nú tuttugu og tveir fólksbílar, en tíu þeirra eru nýkomnir til landsins. Íslensk Nýorka og Brimborg tóku við bílunum á athafnasvæði Eimskipa í morgun.

Aflakóngarnir eru á Hornafirði

Aflahæsti smábátur landsins er ekki á Vestfjörðum heldur er gerður út úr árósi á suðausturhorni landsins. Hásetahluturinn var fimmtán milljónir króna í fyrra og verður enn hærri í ár.

Hávaðarifrildi í Höfn

Það er líklega óhætt að segja að allt hafi verið upp í loft í Kaupmannahöfn í dag. Átök milli lögreglu og mótmælenda ágerast eftir því sem líður á ráðstefnuna og fleiri þjóðarleiðtogar koma til Danmerkur.

Fá humar frá Vinnslustöðinni

Vinnslustöðin í Vestmannareyjum afhenti í dag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin. Humarinn er frosinn í 450 gramma pokum. Hvor samtök fengu 1.000 poka til ráðstöfunar.

Júlíus Vífill vill annað sætið

Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Hann skipaði 5. sæti á lista sjálfstæðismanna í kosningunum 2006.

Draumurinn loks að rætast

Stefnt er að því að Boeing 787 Dreamliner fari í sitt fyrsta reynsluflug á morgun. Það er um tveimur árum á eftir áætlun því stöðugar seinkanir hafa orðið á þróunarvinnu og smíði.

Kínverskir andófsmenn á geðveikrahæli

Andófsmenn í Kína sem krefjast mannréttinda eru lokaðir inni á geðveikrahælum í stórum stíl, að sögn fréttaritara Sky fréttastofunnar í Kína.

Boða til mótmæla bílaeigenda

Samtökin Nýtt Ísland standa á morgun fyrir mótmælum fyrir utan húsnæði fimm fyrirtækja sem lána til bifreiðakaupa. Safnast verður saman fyrir utan fyrirtækin og flautað stanslaust í þrjár mínútur.

Meira en 5000 Reykvíkingar búnir að kjósa

Rúmlega 5000 manns hafa nú kosið í netkosningunni um smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni sem hefur verið í gangi á heimasíðu Reykjavíkurborgar. 95 þúsund borgarbúar, sextán ára og eldri mega kjósa, og því hafa rúmlega 5,2% nýtt atkvæðisrétt sinn. Kosningunni lýkur á morgun.

Braut gegn dóttur sinni og vinkonu hennar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Þær voru 12 ára þegar hann braut gegn þeim sumarið og haustið 2008 í sumarbústað.

Sluppu með lítilsháttar meiðsli úr slysi í Skagafirði

Umferðarslys var um klukkan tvö í Blönduhlíð í Skagafirði þegar bíll ók út af veginum. Frá slysinu er greint á fréttamiðlinum Feyki og er varað við gríðarlegri hálku á svæðinu. Bíllinn er gjörónýtur en hann hentist um 150 metra út af veginum og hafnaði út í skurði.

Dýrkeyptur afmælisfagnaður

Bandarísk kona sem drakk sig meðvitundarlausa þegar hún var að halda upp á tvítugsafmæli sitt hefur höfðað mál gegn sjúkrahúsi í Pennsylvaníu vegna þess að hún missti báða fætur í vímunni.

Forseti ASÍ: Ríkisstjórnin brýtur samninga

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ríkisstjórnina brjóta gegn ákvæðum gildandi kjarasamninga og svíkja þar með yfirlýsingar fyrri ríkisstjórna. Samstarf launþegahreyfingarinnar við ríkisstjórnina sé í uppnámi.

Skyrpandi diplomat sendur heim

Ungur kanadiskur diplomat hefur verið sendur heim frá Tanzaníu eftir að hafa hrækt á lögreglumann og blaðamann þar í landi.

Moggaviðtal við Bjarna aldrei birt

Viðtal sem tekið var við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og stóð til að birta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í haust birtist aldrei þar sem Bjarni var ósáttur með efnistök blaðamannsins sem tók viðtalið.

AGS: Samkomulag um aðra endurskoðun

Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa náð samkomulagi um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. Þetta var tilkynnt á fundi með forsvarsmönnum AGS á Íslandi, þeim Mark Flanagan og Franek Roswadovski. Sendinefnd sjóðsins hefur fundað með stjórnvöldum hér á landi og öðrum áhrifamönnum úr viðskiptalífi landsins og fulltrúum launþega síðustu vikur. Búist er við því að hægt verði að leggja áætlunina fyrir framkvæmdastjórn AGS í janúar á næsta ári.

Hegningarhúsið verði selt

Í breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlög fyrir árið 2010 er lagt til að selja húseignina við Skólavörðustíg 9 í Reykjavík sem betur er þekkt sem Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Gerðar eru nokkrar breytingatillögur í fangelsismálum en auk þess að selja Hegningarhúsið er lagt til að fangelsið á Kópavogsbraut verði einnig selt og í staðinn verði hentugra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu leigt eða keypt.

Sjá næstu 50 fréttir