Innlent

Bágstöddum gefinn humar

Gjöfin afhent Fulltrúar Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndar tóku við gjöfinni frá fulltrúum Vinnslustöðvarinnar og Samskipa í gær.Fréttablaðið/gva
Gjöfin afhent Fulltrúar Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndar tóku við gjöfinni frá fulltrúum Vinnslustöðvarinnar og Samskipa í gær.Fréttablaðið/gva

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Fjölskylduhjálp Íslands fengu í gær afhent 900 kíló af humri frá Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum. Humarinn er ætlaður til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin.

Landflutningar-Samskip tóku að sér að flytja humarinn til Reykjavíkur án endurgjalds, geyma hann hjá Samskipum og flytja á dreifingarstaði Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndar.

Humrinum fylgja kveðjur frá Vestmannaeyjum með ósk um gleðileg jól og frið á nýju ári. Í tilkynningu er haft eftir Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, að margir starfsmenn fyrirtækisins hafi kynnst atvinnuleysi og erfiðleikum þegar fyrirtækið sagði upp miklum fjölda fólks fyrir rúmum áratug. Þeir eigi því auðvelt með að setja í spor fólks sem á erfitt með að láta enda ná saman. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×