Innlent

Töldu dótturinni líkt við hross

Þorlákshöfn Árásin átti sér stað í verbúð í Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn Árásin átti sér stað í verbúð í Þorlákshöfn.

Mæðgur hafa verið dæmdar til að greiða samtals 240 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðist á konu í verbúð í Þorlákshöfn. Þá voru þær dæmdar til að greiða fórnarlambinu 130 þúsund krónur í miskabætur.

Konan sem mæðgurnar réðust á er systir þeirrar eldri. Erindi þeirra í verbúðina var að jafna sakir við konuna út af póstkorti, sem þær töldu hana hafa sent dótturinni í eineltisskyni og jafnframt til kunningjafólks í Póllandi. Hefði dóttirin fengið póstkort með mynd af hrossum og hefði tilgangurinn augljóslega verið sá að líkja henni við hross.

Þegar mæðgurnar komu í verðbúðina upphófust hörð orðaskipti milli þeirra og systur þeirrar eldri. Orð eins og „barnamaskína“ „hóra“ og önnur álíka flugu á milli. Á endanum réðust mæðg­urnar á konuna með barsmíðum og spörkum í höfuð og líkama.

Fórnarlamb árásarinnar fékk áverkavottorð hjá lækni, þar sem fram kom að hún hefði verið marin og bólgin eftir árásina. Mæðgurnar vildu lítið gera úr því fyrir dómi og sögðu konuna líklega hafa fengið áverkana við að kafa ofan í ruslagáma. Auk þess væri hún alltaf rauð í framan.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×