Erlent

Milljarðamæringur í slaginn

Sebastian Pinera Helsta von hægrimanna í Síle.fréttablaðið/AP
Sebastian Pinera Helsta von hægrimanna í Síle.fréttablaðið/AP

Milljarðarmæringurinn Sebastian Pineira fékk 44 prósent atkvæða í fyrri umferð forsetakosninga í Síle á sunnudaginn. Hann þykir eiga góða möguleika á sigri í seinni umferðinni í janúar.

Eduardo Frei, fyrrverandi forseti, fékk 30 prósent atkvæða, og því verður kosið á milli þeirra tveggja í seinni umferðinni. Frei er fulltrúi miðju- og vinstriafla, sem hafa stjórnað Síle samfleytt í nærri tvo áratugi.

Pineira er aftur á móti fulltrúi hægri aflanna, sem hafa ekki náð völdum síðan harðstjórinn Augusto Pinochet fór með stjórn landsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×