Innlent

Skólakrakkar fá tölvur úr banka

Ásdís Leifsdóttir
Sparar 1,4 milljónir á tölvukaupum.
Ásdís Leifsdóttir Sparar 1,4 milljónir á tölvukaupum.

Grunnskólinn á Hólmavík mun spara 1,4 milljónir króna á að kaupa lítið notaðar tölvur í stað þess að kaupa nýjar eins og til stóð. Um er að ræða öflugar tölvur með 19 tommu skjá og Windows 7 stýrikerfi á aðeins 35 þúsund krónur stykkið að því er segir í skýrslu Ásdísar Leifsdóttur sveitarstjóra.

„Er um að ræða lítt notaðar nýlegar tölvur sem keyptar voru fyrir fjármálastofnun á síðasta ári og ekki er not fyrir. Með þessu móti eignast skólinn loksins góðan tölvukost þar sem allar tölvurnar eru með nýjustu forritum," segir í fundargerð sveitarstjórnarinnar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×