Innlent

Kennir ýmissa grasa í kröfuhafaskrá

bíll frá williams-liðinu Formúluliðið Williams gerir kröfu í bú Glitnis upp á tvo milljarða króna vegna rofa á samningi.
bíll frá williams-liðinu Formúluliðið Williams gerir kröfu í bú Glitnis upp á tvo milljarða króna vegna rofa á samningi.
Fjármálafyrirtækið Burlington Loan Management var stofnað á þessu ári í tengslum við kaup á skuldabréfum Glitnis á eftirmarkaði. Það tengist bandaríska vogunarsjóðnum Davidson Kempner Capital Management, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á skráðum hluta- og skuldabréfamarkaði. Það veðjaði á fall banka og fjármálafyrirtækja í bankahrinunni í fyrra, þar á meðal breska bankans Lloyds í byrjun september, samkvæmt gögnum breska fjármálaeftirlitsins.

York Capital Management og Eton Park sérhæfa sig bæði í kaupum á skuldabréfum fallinna fyrirtækja og endurreisn þeirra.

Á meðal annarra fyrirferðamikilla sjóða sem gera milljarðakröfur í bú Glitnis eru bandarísku vogunarsjóðirnir Longacre Capital Partners og Centerbridge Credit Partners.

Þá eru í kröfuskránni kröfur frá innlendum félögum og einstaklingum, svo sem Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis banka, sem gerir 5,8 milljarða kröfu í búið. Á meðal einstaklinga er Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Ein krafa vekur sérstaka athygli. Hún er frá Williams-liðinu í Formúlu 1. Hún hljóðar upp á tvo milljarða króna vegna slita á samningum við liðið. Ekki hefur fengist gefið upp hvers eðlis sá samingur er.

Kröfuhafaskrá Glitnis telur 217 blaðsíður og eru lýstar kröfur 8.658 talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×