Erlent

Jafnvægisuggi laskaðist aftur

Herjólfur Sami ugginn og síðast.
Fréttablaðið/GVA
Herjólfur Sami ugginn og síðast. Fréttablaðið/GVA

Annar jafnvægisuggi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs laskaðist þegar hann rakst utan í bryggju í Vestmannaeyjum á mánudagskvöld. Gleymst hafði að taka uggann inn áður en skipið sigldi að.

Ugginn hafði verið bilaður nokkuð lengi þegar Herjólfur var tekinn í slipp í haust.

Heiðar Halldórsson stýrimaður telur þó að hægt verði að gera við uggann án þess að skipið fari í slipp aftur. Það kemur þó í ljós í dag, þegar skemmdirnar verða skoðaðar.

„Þetta er sami ugginn og síðast, en það er ekki það sama sem er að, skilst mér,“ sagði Heiðar þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×