Íslensk miðnætursól fóstrar nýtt eldsneyti 15. desember 2009 02:30 Tilraun sem tekst Jón Bernódusson er hér ásamt Ásgeiri Valhjálmssyni og Guðbjarti Einarsyni að setja í gang vél sem keyrð er á íslenskri lífdísilolíu. Tilraunarækt á svokallaðri repju hérlendis þykir lofa afar góðu. Úr fræjum plöntunnar er gerð lífdísilolía og fóðurmjöl. „Ég sé þetta þróast þannig að þetta verði viðbótartekjulind fyrir bændur sem geta framleitt eldsneyti eða matarolíu fyrir sjálfa sig og sömuleiðis fóðurmjöl. Þetta eru vörur sem annars þarf að flytja inn í landið og borga fyrir með gjaldeyri,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði Siglingastofnunar. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða sem hófst á vegum Siglingastofnunar í fyrra og er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann og nokkra bændur hér og þar um landið. Fyrsta árið var sáð repju og systurtegundinni nepju í tíu hektara og misheppnaðist sumt vegna mistaka. Á næsta ári á að taka uppskeru af fimmtíu hekturum og sumarið 2011 verða tvö hundruð hektarar lagðir undir. Gerð er tilraun með mismunandi jarðveg og aðferðir. Jón segir fyrstu uppskeruna benda til þess að afraksturinn hérlendis geti orðið um allt að þriðjungi meiri en gerist í Evrópu, eða yfir fjögur tonn á hektara. „Repjan nærist mikið á birtunni og hún er meiri hér yfir sumartímann því við erum með miðnætursólina,“ útskýrir hann. Verkefnið ber heitið Umhverfisvænir orkugjafar. Jón segir að úr um þriðjungi uppskerunnar fáist olía sem megi annars vegar sía og fá matarolíu eða hins vegar bæta í hana tréspíra og sóda og fá þannig góða lífdísilolíu sem megi nota á bæði skip og bíla í stað hefðbundinnar olíu. Úr tveimur þriðju hluta uppskerunnar er síðan hægt að gera fóðurmjöl. Jón segir verðmæti mjölsins eins vera það sama og tilkostnaðinn við ræktunina. Því megi segja að olían sé frí. Hluti af hugmyndafræðinni er að Íslendingar geti með ræktun repju orðið sjálfir sér nógir með olíu á skipaflotann. Jón segist ekki geta svarað því hvort það geti orðið raunhæfur kostur fjárhagslega séð. „Það fer eftir því hvernig stjórnvöld ætla að skattleggja. Mitt verkefni er að kalla fram umhverfisvænan orkugjafa – síðan verða stjórnvöld að meta það hvort þau ætla að skattleggja hann eða ekki,“ segir Jón og bendir á að á hverjum hektara repjuakurs bindist um sex tonn af koltvísýringi á ári. Losun koltvísýrings með brennslu þess eldsneytis sé hins vegar tvöfalt minni, eða þrjú tonn. gar@frettabladid.is Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Tilraunarækt á svokallaðri repju hérlendis þykir lofa afar góðu. Úr fræjum plöntunnar er gerð lífdísilolía og fóðurmjöl. „Ég sé þetta þróast þannig að þetta verði viðbótartekjulind fyrir bændur sem geta framleitt eldsneyti eða matarolíu fyrir sjálfa sig og sömuleiðis fóðurmjöl. Þetta eru vörur sem annars þarf að flytja inn í landið og borga fyrir með gjaldeyri,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsóknar- og þróunarsviði Siglingastofnunar. Um þriggja ára tilraunaverkefni er að ræða sem hófst á vegum Siglingastofnunar í fyrra og er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskólann og nokkra bændur hér og þar um landið. Fyrsta árið var sáð repju og systurtegundinni nepju í tíu hektara og misheppnaðist sumt vegna mistaka. Á næsta ári á að taka uppskeru af fimmtíu hekturum og sumarið 2011 verða tvö hundruð hektarar lagðir undir. Gerð er tilraun með mismunandi jarðveg og aðferðir. Jón segir fyrstu uppskeruna benda til þess að afraksturinn hérlendis geti orðið um allt að þriðjungi meiri en gerist í Evrópu, eða yfir fjögur tonn á hektara. „Repjan nærist mikið á birtunni og hún er meiri hér yfir sumartímann því við erum með miðnætursólina,“ útskýrir hann. Verkefnið ber heitið Umhverfisvænir orkugjafar. Jón segir að úr um þriðjungi uppskerunnar fáist olía sem megi annars vegar sía og fá matarolíu eða hins vegar bæta í hana tréspíra og sóda og fá þannig góða lífdísilolíu sem megi nota á bæði skip og bíla í stað hefðbundinnar olíu. Úr tveimur þriðju hluta uppskerunnar er síðan hægt að gera fóðurmjöl. Jón segir verðmæti mjölsins eins vera það sama og tilkostnaðinn við ræktunina. Því megi segja að olían sé frí. Hluti af hugmyndafræðinni er að Íslendingar geti með ræktun repju orðið sjálfir sér nógir með olíu á skipaflotann. Jón segist ekki geta svarað því hvort það geti orðið raunhæfur kostur fjárhagslega séð. „Það fer eftir því hvernig stjórnvöld ætla að skattleggja. Mitt verkefni er að kalla fram umhverfisvænan orkugjafa – síðan verða stjórnvöld að meta það hvort þau ætla að skattleggja hann eða ekki,“ segir Jón og bendir á að á hverjum hektara repjuakurs bindist um sex tonn af koltvísýringi á ári. Losun koltvísýrings með brennslu þess eldsneytis sé hins vegar tvöfalt minni, eða þrjú tonn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira