Innlent

Gerður að heiðursdoktor

Flutti fyrirlestur
Forseti Íslands við flutning fyrirlesturs í Ohio.
Flutti fyrirlestur Forseti Íslands við flutning fyrirlesturs í Ohio.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var gerður að heiðursdoktor Ríkisháskólans í Ohio, fjölmennasta háskóla Bandaríkjanna, á sunnudag.

„Forseta var veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í fréttatilkynningu sem embætti forseta sendi frá sér í gær.

- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×