Innlent

Rússar boða minni útblástur

metnaðarfullir Alexander Bedritsky, úr rússneska umhverfisráðuneytinu, og Oleg Pluzhnikov, ráðgjafi forsetans, voru bjartsýnir á áætlanir Rússa.fréttablaðið/kóp
metnaðarfullir Alexander Bedritsky, úr rússneska umhverfisráðuneytinu, og Oleg Pluzhnikov, ráðgjafi forsetans, voru bjartsýnir á áætlanir Rússa.fréttablaðið/kóp

Rússar hyggjast standa við yfirlýsingar Dimitri Medvedev, forseta landsins, um að útblástur gróðurhúsalofttegunda verði fjórðungi minni árið 2020. Þeir kynntu ítarlegar leiðir sem stjórnin ætlar að fara eftir til að ná þeim markmiðum.

Eftir hrun Sovétríkjanna minnkaði orkunotkun þar í landi gríðarlega. Hún hefur þó aukist til muna síðustu ár. Bedritsky, ráðgjafi forsetans í orkumálum, kynnti ráðstefnugestum hvernig Rússar ætluðu, með fjölda lagasetninga, betra eftirliti og aukinni hlutdeild annarra orkugjafa en olíu, að standa við þessi markmið.

Gas sér þeim nú fyrir 55 prósent af orkuþörf, miðað við 42 prósent árið 1990 og notkun orkugjafa, annarra en úr jarðefnum, hefur aukist úr fimm prósentum árið 1990 í tólf prósent árið 2007.

Evrópusambandið hyggst knýja á um að tryggt verði að loftslag jarðar hlýni ekki meira en 2° frá tímanum fyrir iðnbyltingu. Til þess að það sé gerlegt, þurfa ríkari lönd að samþykkja að árið 2020 verði útblástur gróðurhúsalofttegunda 30 prósent minni en árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×