Fleiri fréttir

Fimm vilja annað sætið

Fimm sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Fjórir þeirra eru sitjandi borgarfulltrúar en einn tengdasonur fyrrverandi borgarstjóra.

Ráðherra taki fram fyrir hendur Útlendingastofnunnar

Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja konu um búsetuleyfi hér á landi þar sem laun hennar þykja ekki duga til framfærslu þótt hún sé í fullu starfi er mjög undarlegur, dómsmálaráðherra á að stíga inn í málið. Þetta segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Íslenskir ferðamenn í vandræðum

Flugi Iceland Express til Íslands frá Kastrupflugvelli í Kaupmannhafnahöfn var frestað um ellefuleytið í morgun eftir að tæplega 60 farþegar höfðu samband við flugfélagið og sögðust vera strandaglópar og ekki komast á flugvöllinn í tæka tíð. Í Danmörku er vetrarfærð en þar hefur mikið snjóað síðustu daga.

Eignarhlutur Björgólfs Thors verði þynntur út

„Það sem þetta verkefni snýst um er einfaldlega þetta. Ætlum við að láta alla fjárfestinguna fara forgörðum út af fortíð og sögu eins minnihlutaeigenda í þessu fyrirtæki eða ætlum við að stuðla að því að það geti gerst að það komi nýtt fjarmagn inn í þetta verkefni og að þessi aðili sem hér er um rætt verði þynntur út?" Þetta sagði Katrín Júlíusdóttir í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Ingibjörg Sólrún ekki ráðin mansalsfulltrúi ÖSE

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var ekki ráðin í starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þetta staðfesti Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, í samtali við fréttastofu, en ráðuneytið studdi umsókn. Ingibjargar.

Lögreglumenn hefðu ekki getað gert betur

„Lögreglumenn stóðu sig mjög vel í alveg sérstaklega óvenjulegum aðstæðum og ég tel að það hefði ekki verið hægt að gera þetta betur,“ sagði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um framgöngu lögreglumanna í mótmælunum eftir bankahrunið.

Súrnun hafanna dulinn vandi

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, segir að súrnun hafanna sé dulinn vandi loftslagsbreytinga sem ógnaði lífi í höfunum og afkomu ríkja sem byggðu á lífríki hafsins. Þetta kom fram í máli hennar á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær þar sem hún var meðal framsögumanna á fundi sem fjallaði um áhrif loftslagsbreytinga á hafið, sem var stýrt af Kaj Leo Johannessen, lögmanni Færeyja. Auk þeirra héldu meðal annars erindi á fundinum ráðherrar frá Færeyjum og Noregi og fulltrúar frá Indónesíu, Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Áfangaskýrsla vegna Air France-slyssins kynnt

Skýrsla rannsóknarhóps vegna farþegaþotu franska flugfélagsins Air France, sem fórst í Atlantshafi 1. júní í sumar, er væntanleg í dag og verður hún kynnt á blaðamannafundi í Frakklandi.

Stakk 50 saumnálum í tveggja ára barn

Lögregla í Brasilíu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa stungið um 50 saumnálum í tveggja ára gamlan stjúpson sinn. Móðir drengsins kom með hann á sjúkrahús fyrir viku þar sem hann kvartaði undan sársauka.

Hótunarbréf ofstækismanna send dönskum heimilum

Íbúar Gentofte í Kaupmannahöfn eru slegnir óhug vegna hótunarbréfa sem borist hafa nokkrum heimilum með venjulegum pósti. Bréfin eru á ensku og fer bréfritari fram á að fá greiddar 215.000 danskar krónur, sem eru rúmar fimm milljónir íslenskar, ella verði einhver í fjölskyldunni fyrir líkamstjóni.

Kókaínbarón féll í bardaga við herinn

Arturo Beltran Leyva, stjórnandi hins umfangsmikla Beltran Leyva-kókaínhrings í Mexíkó, var skotinn til bana í skotbardaga við mexíkóska hermenn í gær.

Hyggst skilja við Tiger

Elin Nordegren, eiginkona kylfingsins Tiger Woods, hefur ákveðið að skilja við mann sinn. Enn fremur ætlar hún að fara með börn þeirra heim til Svíþjóðar og verja jólahátíðinni með fjölskyldu sinni.

Kveikti ölvaður í mottu og skemmdi bíl

Eldur kviknaði í mottu utan við dyr íbúðar í opnum stigagangi í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi. Þegar íbúinn varð þess var að eldurinn hafði læst sig í útihurðina þreif hann mottuna og henti henni út af svölunum, en þar lenti hún logandi á bíl á bílastæðinu og kveikti í honum.

Ekið á tvo hunda

Ekið var á tvo hunda á móts við Hveragerði í gærkvöldi. Annar drapst samstundis en dýralæknir þurfti að aflífa hinn, sem var mikið meiddur.

Gripin eftir innbrot í sumarbústað

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í sumarbústað á Stokkseyri í nótt. Þegar hún var á leiðinni á vettvang sá hún til ferða bíls sem hún stöðvaði strax.

Kannabisræktun í glæsiíbúð

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í Gerðunum í Reykjavík í fyrradag. Ræktunin var í 120 fermetra glæsiíbúð sem var meira og minna undirlögð af kannabisplöntum. Þær reyndust vera um 160 talsins.

Hægt að ná árangri í óbreyttu skattkerfi

Mælt er með blandaðri leið skattahækkana og aðhalds hjá hinu opinbera í nýrri skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands gaf út í gær um fjármál hins opinbera. Á kynningu ráðsins á skýrslunni kom fram að með skattahækkunum og aðhaldi í óbreyttu skattkerfi mætti ná sama árangri og stefnt er að hjá stjórnvöldum með víðtækum skattkerfisbreytingum og hækkunum skatta.

Telur líklegt að loka þurfi grunnskólum

„Þróun sem ég sé fyrir mér að gæti komið til er lokun fámennari skóla. Það gæti orðið neyðarbrauð einhverra sveitar­félaga að grípa til slíkra aðgerða,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sambandið hefur kynnt fyrir menntamálaráðherra tillögur sem gera myndu sveitar­félögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Krafan er 3,5 milljarðar á ári. Hver leið myndi spara um 1,5 milljarða.

Rekin af samstilltum systrum

„Vintage“-kjólaverslunin Gleymmérei er rekin af þremur systrum á Seyðisfirði sem elska gamla kjóla. Seyðfirskar konur hafa tekið versluninni vel og eru margar farnar að klæðast kjólum frá liðnum árum dag hvern.

Skaðlegt efni í sleikjum hér

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum viðvörunarkerfi Evrópu (RASFF) þess efnis að innkalla skuli plastsleikjur framleiddar í Kína af fyrirtækinu Ningbo FUTURE Import & Export co.

Lokað var á Álftanes í bönkum og sjóðum

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins Álftaness eru 495,3 prósent af heildartekjum árið 2009 og 626,2 prósent að frátöldum bókfærðum tekjum vegna sölu byggingarréttar. Þetta kemur fram í skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Kergja í viðræðum og óvissa um samning

Mikil spenna var í aðalfundarsalnum í Bella Center í gær. Fulltrúar þróunarríkjanna, G77, voru gríðarlega óánægðir með hvernig haldið var á málum. Þeir komu hver á fætur öðrum í pontu um fundarstjórn og nýr fundarstjóri átti í erfiðleikum með að greiða úr flækjunni. Það tókst þó á endanum og örlítið meiri bjartsýni ríkti í lok dags en í gærmorgun.

Þrír bílar af skjölum til Ísafjarðar

Skjöl sem safnast hafa upp á 22 árum hjá embætti Ríkissaksóknara voru í gær ferjuð úr húsakynnum Ríkissaksóknara við Hverfisgötu í þrjá flutningabíla. Bílarnir munu síðan flytja skjölin til Ísafjarðar, þar sem þau verða framvegis geymd á vegum Þjóðskjalasafns.

LÍÚ fær 45 milljónir án þess að vilja þær

Hluti af aflaverðmæti á Íslandsmiðum rennur til samtaka útgerða í landinu, samkvæmt 23ja ára gömlum lögum. Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Landssamband smábátaeigenda hafa hvort um sig liðlega fjörutíu milljónir í tekjur af þessu gjaldi á ári. LÍÚ vill að þessari gjaldtöku verði hætt en smábátasjómenn eru sáttir við fyrirkomulagið.

Harðfiskurinn truflar Dani

Harðfiskur og annar þjóðlegur matur Færeyinga truflar starfsemi danskra pósthúsa fyrir jól hver. Starfsmenn þar óttast þá tíð þegar Færeyingar senda brottfluttum ættingjum og vinum matvæli að gjöf.

Ráðherraráðið skrifar undir samning

Íslensk stjórnvöld fóru formlega fram á það við Evrópusambandið í byrjun júní að vera með sameiginlegan loftslagskvóta með ESB gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Ráðherraráð ESB samþykkti þessa málaleitan í gær og ákvað að hefja samningaviðræður um nákvæma útfærslu samkomulagsins.

Segja óþarft að hækka álögur

„Við höfnum algjörlega þeim hugmyndum sem settar hafa verið fram um hækkanir fasteignaskatta, útsvars og stórfellds niðurskurðar á þjónustu til að leysa rekstrarvanda sveitar­félagsins og vísum í því sambandi til boðaðra aðgerða ríkisstjórnar um auknar skattaálögur,“ segja bæjar­fulltrúar minnihluta Á-listans á Álftanesi.

Sendi Svandísi hvatningarbréf

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur sent Svandísi Svavarsdóttur umhverfis­ráðherra hvatningarbréf á loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. Þar er áréttað hversu brýnt ASÍ telji það vera að ná samkomulagi um loftslagsbreytingar fyrir árslok 2009. Í bréfinu eru stjórnvöld hvött til að styðja tillögur Alþjóðasambands verkalýðs­félaga í tengslum við loftslagsráðstefnuna.

Meðalferðatími styst um þrjár til fjórar mínútur

Meðalferðatími á háannatíma í Reykjavík hefur styst um þrjár til fjórar mínútur fyrir hvern bíl á milli ára. Þetta er niðurstaða nýrra umferðartalninga umhverfis- og samgönguráðs borgarinnar, sem fram fóru í nóvember.

Færði boðskap fólksins í salinn

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hélt ræðu, líkt og fjölmargir þjóðar­leiðtogar, í gær. Chavez var ánægður með mótmælendur fyrir utan ráðstefnuhöllina og nýtti ræðutíma sinn að hluta til að koma boðskap þeirra á framfæri. Það voru fyrst og fremst tvö slagorð sem heilluðu forsetann: „Breytið kerfinu, ekki loftslaginu!" og „Ef loftslagið væri banki væri búið að bjarga því." Chavez sagði þetta orð að sönnu. Hann sagði vofu á ferð í Kaupmannahöfn, vofu sem enginn þyrði að nefna en væri alltumlykjandi. Þetta væri vofa kapítalismans sem sósíalisminn einn gæti bjargað.

Vill fjölga héraðsdómurum

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, hefur lagt til að heimilt verði að fjölga héraðsdómurum tímabundið.

Kennarar vilja ekki sjá leið sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tillögur sem gera myndu sveitar­félögunum kleift að svara hagræðingarkröfu innan grunnskólanna á næstu tveimur skólaárum. Sú leið sem er talin líklegust til árangurs felur í sér skerðingu á kennslu sem nemur þremur til fimm stundum á viku að hámarki.

Nýtt hlutafélag leigi ríkinu nýja Landspítalann

Alþingi heimilaði í gær undirbúning útboðs vegna leigu ríkisins á nýjum Landspítala við Hringbraut. Einnig veitti þingið ríkinu heimild til að stofna hlutafélag um byggingu nýja spítalans og til að veita félaginu lóðarréttindi við Hringbraut.

Telja Árborg stefna í tæknilegt þrot

Fulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Árborgar sögðu sig frá samstarfi við meirihlutann um gerð fjárhagsáætlunar næsta árs og greiddu atkvæði gegn áætlun­inni þegar hún var samþykkt í gærkvöldi.

Efla og styrkja samstarfið

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, og Snorri Olsen tollstjóri undirrituðu í gær samstarfssamning milli Tollstjóraembættisins og Landhelgisgæslu Íslands. Tilgangur samningsins er að efla og styrkja samstarf stofnananna á ýmsum sviðum.

Fjárhagsaðstoðin aukin um tíu þúsund krónur

Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur uppfært grunnfjárhæðir vegna fjárhagsaðstoðar sveitarfélaga í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu með sama hætti og gert var í desember 2007 og desember 2008. Miðað við gengi vísitölu neysluverðs í nóvember 2009 nemur grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar til einstaklings 125.540 krónum og hækkar úr 115.567 krónum eða um 8,63 prósent. Aðrar grunnfjárhæðir hækka um sama hlutfall.

Kemur í veg fyrir hindranir

Samkeppniseftir­litið beinir því til Jóhönnu Sigurðar­dóttur forsætisráðherra í nýju áliti að hún beiti sér fyrir því að stjórnvöldum verði gert skylt að framkvæma staðlað samkeppnismat við undirbúning lagasetningar og stjórnvaldsfyrirmæla.

Ábending Ríkisendurskoðunar hunsuð

Ríkisendurskoðun telur að ríkisstjórnin hefði þurft að afla sér lagaheimildar fyrir því að semja við kröfuhafa um yfirtöku þeirra á Arion banka og Íslandsbanka. Slíka heimild skorti.

Sjá næstu 50 fréttir