Innlent

Kveikti ölvaður í mottu og skemmdi bíl

Eldur kviknaði í mottu utan við dyr íbúðar í opnum stigagangi í fjölbýlishúsi á Selfossi í gærkvöldi. Þegar íbúinn varð þess var að eldurinn hafði læst sig í útihurðina þreif hann mottuna og henti henni út af svölunum, en þar lenti hún logandi á bíl á bílastæðinu og kveikti í honum. Lögreglumenn sem komu á vettvang náðu að slökkva í bílnum með handslökkvitækjum, en bíllinn er nokkuð skemmdur. Íbúinn, sem var ölvaður, var færður í fangageymslu. Eldurinn mun hafa kviknað út frá útikerti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×