Erlent

Kókaínbarón féll í bardaga við herinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkósk lögregla á glæpavettvangi. Myndin tengist ekki þessari frétt.
Mexíkósk lögregla á glæpavettvangi. Myndin tengist ekki þessari frétt.

Arturo Beltran Leyva, stjórnandi hins umfangsmikla Beltran Leyva-kókaínhrings í Mexíkó, var skotinn til bana í skotbardaga við mexíkóska hermenn í gær. Leyva var einn af valdamestu kókaínbarónum Mexíkó og höfðu bæði mexíkósk og bandarísk yfirvöld lengi reynt að hafa hendur í hári hans. Mario Alberto, bróðir Leyva, féll með honum og fjórir til viðbótar úr genginu, þar af stytti einn sér aldur þegar hann var handtekinn. Þrír hermenn særðust í átökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×