Erlent

Stakk 50 saumnálum í tveggja ára barn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Röntgenmynd af líkama drengsins.
Röntgenmynd af líkama drengsins.

Lögregla í Brasilíu leitar nú manns sem grunaður er um að hafa stungið um 50 saumnálum í tveggja ára gamlan stjúpson sinn. Móðir drengsins kom með hann á sjúkrahús fyrir viku þar sem hann kvartaði undan sársauka. Engir áverkar voru sýnilegir á drengnum en röntgenmynd sem tekin var af honum sýndi svo ekki varð um villst tugi nála á víð og dreif í líkama hans, sumar nálægt viðkvæmum líffærum eða inni í þeim. Drengurinn var færður á fullkomnara sjúkrahús og er í gjörgæslu en skurðlækna bíður nú það erfiða verkefni að fjarlægja nálarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×