Innlent

Íslenskir ferðamenn í vandræðum

Iceland Express vélinni seinkaði.
Iceland Express vélinni seinkaði.
Flugi Iceland Express til Íslands frá Kastrupflugvelli í Kaupmannhafnahöfn var frestað um ellefuleytið í morgun eftir að tæplega 60 farþegar höfðu samband við flugfélagið og sögðust vera strandaglópar og ekki komast á flugvöllinn í tæka tíð. Í Danmörku er vetrarfærð en þar hefur mikið snjóað síðustu daga.

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að stórhluti hópsins hafi verið fastur í lest á leiðinni á Kastrup. Einnig hafi innanlandsflug í Danmörku riðlast. Flugvél félagsins átti að fara í loftið klukkan 10:55 að íslenskum tíma.

Matthías segir að beðið verði í rúmar tvær klukkustundir. Hann vonar að stærstur hluti hópsins komist á flugvöllinn á þeim tíma. Takist það ekki muni það þýða óþægindi fyrir viðkomandi að komast til Íslands fyrir jól. Flugfélagið muni þó gera hvað það geti til að aðstoða þá sem komast ekki í flugið á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×