Innlent

Ráðherra taki fram fyrir hendur Útlendingastofnunnar

Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins
Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja konu um búsetuleyfi hér á landi þar sem laun hennar þykja ekki duga til framfærslu þótt hún sé í fullu starfi er mjög undarlegur, dómsmálaráðherra á að stíga inn í málið. Þetta segir Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var sagt frá máli ungrar konu frá Tælandi sem synjað hefur verið um búsetuleyfi hér á landi. Útlendingastofnun telur að laun hennar dugi ekki til framfærslu. Konan hefur verið hér á landi í fjögur ár á dvalarleyfi og unnið í fullu starfi frá því hún kom hingað til lands hjá Þvottahúsi Ríkisspítalanna.

Tekjur hennar eru yfir þeim mörkum sem miðað er við um hvort fólk geti framfleytt sér á Íslandi. Útlendingastofnun miðar hins vegar við tekjur konunnar eftir skatta og fær þá út að tekjur hennar dugi ekki til jafnvel þótt sömu tekjur þyki nægja Íslendingum. Því getur konan ekki fengið búsetuleyfi.

Katrín Theodórsdóttir lögmaður konunnar segir skilaboðin frá stofnuninni vera þau eru að það er ekki nóg fyrir útlending að vinna fulla vinnu og rúmlega það til þess að geta framfleytt sjálfum sér en bætir við að svo virðist sem Íslendingar eigi að geta séð um sig á sömu kjörum. Hún segir fleiri mál af þessum toga vera á leiðinni.

Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins segir úrskurð Útlendingastofnunar vafasaman og vill að dómsmálaráðherra stígi inn í málið og leysi það. Þau vinnubrögð sem Útlendingastofnun hafi sýnt í þessu máli séu ekki boðleg.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×