Innlent

Ármann Þorvaldsson skrifi sögu Samfylkingarinnar

Ármann Þorvaldsson og Sigurjón Þórðarson.
Ármann Þorvaldsson og Sigurjón Þórðarson.
Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, telur alls ekki útilokað Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kauphting Singer & Friedlander, skrifi sögu Samfylkingarinnar.

Ármann sem er sagnfræðingur að mennt skrifaði bókina Ævintýraeyjan - uppgangur og endalok fjármálaveldis sem kom út í október.

„Í ljósi furðulegra samninga Samfylkingarinnar við þá sem ollu hruninu er alls ekki útilokað og jafnvel talsverðar líkur til þess að sagnfræðingurinn Ármann Þorvaldsson leggi fyrir sig ritstörf og skrifi sögu Samfylkingarinnar. Á þeim bænum er víst nokk sama hvaðan gott kemur," segir Sigurjón í pistli á heimasíðu sinni.

Þar gefur Sigurjón lítið fyrir bók Ármanns og segist ekki hafa lyst á að koma við hana hvað þá að lesa hana. Hann hafi þó ekki komist hjá hjá því að kynnast höfundinum og efni bókarinnar í gegnum fjölmiðla. „Hann hljómar svona nett eins og fjöldamorðingi sem segir að glæpirnir hafi verið áhugaverðir og skemmtilegir á sínum tíma sem nú er liðinn og komin eru önnur verkefni inn á sitt borð, m.a. þau að sinna ritstörfum og öðru skemmtilegu."

Sigurjón var þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×