Innlent

Gripin eftir innbrot í sumarbústað

Lögreglu var tilkynnt um innbrot í sumarbústað á Stokkseyri í nótt. Þegar hún var á leiðinni á vettvang sá hún til ferða bíls sem hún stöðvaði strax. Í honum voru karl og kona, sem lögreglan kannast vel við, og játuðu þau strax að hafa ætlað að stela verðmætum úr bústaðnum en þegar þjófavarnakerfi fór í gang hafi þau forðað sér. Konan, sem sat undir stýri, reyndist réttindalaus eftir að hafa verið svipt þeim vegna ölvunaraksturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×