Fleiri fréttir

Gætu endað í 10 ára fangelsi

Tíu ára fangelsisvist gæti beðið íslenska parsins sem setið hefur í gæsluvarðhaldi á Spáni síðan fyrir jól. Þau voru tekin með ferðatöskur fullar af kókaíni á flugvellinum í Madríd.

Biðja um aðstoð í baráttunni gegn al-Kaída

Utanríkisráðherra Jemen fullyrðir að Jemenar hafi bæði getu og vilja til að takast á við al-Kaída hryðjuverkasamtökin en skorti hjálp frá Vesturlöndum. Hann telur mikilvægt að Vesturlönd setji aukinn kraft í aðstoð sína við heimamenn í landinu.

Maður ársins valin í Reykjavík síðdegis

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni velur manns ársins 2009 í fyrsta sinn nú í ár og getur almenningur tekið þátt í valinu í dag og á morgun. Kristófer Helgason, einn af stjórnendum þáttarins, segir að valið fari gríðarlega vel af stað og nú þegar hafi borist fjölmargar tilnefningar.

Allir nema sjálfstæðismenn hafa gengið frá tilnefningum

Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa allir flokkar að Sjálfstæðisflokki undanskildum gengið frá því hvaða þingmenn munu sitja í nefndinni sem ætlað er að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem skilað verður í lok janúar á nýju ári. Þau Oddný G. Harðardóttir og Magnús Orri Schram munu sitja í nefndinni fyrir hönd Samfylkingar.

Vilja þjóðaratkvæði um Icesave

Allir þingmenn Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort staðfesta eigi nýja ríkisábyrgð vegna Icesave skuldbindinganna. Þetta er önnur tillagan sem er lögð fram á Alþingi um að þjóðin kjósi um málið.

Ætla að tilnefna fulltrúa í þingnefndina

Þingflokkur Hreyfingarinnar áformar að tilnefna fulltrúa í þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þrátt fyrir að allar breytingartillögur þingflokksins hafi verið felldar í atkvæðagreiðslu í morgun.

Minnt á rétta meðferð flugelda

Lögreglan minnir á nokkur atriði úr reglugerð um skotelda í ljósi þess að áramót eru framundan. Í reglugerðinni segir meðal annars að á því tímabili sem almenn notkun skotelda er leyfð, 28. desember til 6. janúar, er meðferð þeirra þó alltaf bönnuð frá miðnætti til kl. 09:00 að undanskilinni nýársnótt.

Dæmdar miskabætur fyrir ólögmæta handtöku

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Íslenska ríkið til þess að greiða ungum manni miskabætur vegna ólömætrar frelsissviptingar. Maðurinn krafðist 150 þúsunda í í bætur en dómstóllinn komst að því að hæfileg greiðsla væri 70 þúsund. Forsaga málsins er sú að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði manninn þar sem hann var staddur í verslun í bænum og bað hann um öndunarsýni sem reyndist neikvætt.

Krefjast þess að lög um afnám sjómannaafsláttar verði afturkölluð

Stjórnvöld eru átalin fyrir að afnema sjómannaafsláttinn í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöldi. Þar segir að fundurinn átelji stjórnvöld fyrir lagabreytingar á skattaumhverfi sjómanna án þess að tekið sé tillit til sögu sjómannaafsláttarins.

Dópparið í Madríd: Var með 10 til 20 kíló af kókaíni

Parið sem situr í gæsluvarðhaldi á Spáni eftir að þau voru handtekinn með kókaín á flugvellinum í Madríd hefur komið við sögu fíkniefnalögreglunnar hér á landi. Hún fylgist með málinu en rannsóknin er alfarið á forræði kollega þeirra á Spáni. Parið var með eitthvað á bilinu 10 til 20 kíló af kókaíni í fórum sínum þegar það var handtekið á Baraja flugvelli fyrir jól. Efnin voru falin í ferðatöskum. Fréttastofa hefur þetta eftir heimildum innan lögreglunnar.

Pútín vill vopnakerfi sem svar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna

Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands og fyrrum forseti, segir að Rússar þurfi að þróa sérstakt vopnakerfi sem andsvar við eldflaugakerfi Bandaríkjanna til þess að halda valdajafnvægi við Bandaríkin. Pútín segir að að öðrum kosti séu Bandaríkjamenn í fullkomnu skjóli og geti í raun gert það sem þeim dettur í hug.

Verkefnaskortur blasir við fjölveiðiskipunum

Verkefnaskortur blasir við fjölveiðiskipafotanum á næsta ári vegna skertra kvóta úr Norsk-íslenska síldarstofninum, kolmunnastofninum, loðnuleysis og sýkingingar í íslenska síldarstofninum.

Myndband um meðhöndlun flugelda

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gefið út myndband um rétta meðhöndlun flugelda. Félagið hvetur almenning til að skoða myndbandið með það að markmiði að koma í veg fyrir flugeldaslys en þau verða flest vegna rangrar meðhöndlunar og fikts. Mjög mikilvægt er að almenningur kynni sér allar leiðbeiningar sem fylgja flugeldavörum og noti hanska og flugeldagleraugu þegar skotið er upp, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Lög samþykkt um þingmannanefnd

Ekki náðist samstaða á Alþingi um frumvarp forsætisnefndar um rannsókn á aðdraganda og orsökum bankahrunsins. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu þegar frumvarpið var samþykkt í morgun.

Hallgrímskirkju lokað

Hallgrímskirkju verður lokað í sjö til átta vikur í byrjun næsta árs vegna framkvæmda. Viðgerð kirkjuturnsins er lokið og hafa vinnupallar verið teknir niður. Síðasti hluti framkvæmdanna er þó eftir. Settar verða nýjar hurðir í aðaldyr kirkjunnar. Þær eru miklar að burðum og þarf að undirbúa dyraumbúnað allan mjög rækilega fyrir hinar nýju hurðir, að fram kemur í tilkynningu frá kirkjunni. Jafnframt þessari framkvæmd verður kirkjan hreinsuð að innan.

„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann"

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann.

Hálka á Reykjanesbraut

Hálka er á Reykjanesbraut. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er hálka á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur en auk þess eru víða hálkublettir.

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði

Opið verður í Hlíðarfjalli í dag frá klukkan 11 til 19. Í gær var einhver fjölsóttasti dagur milli jóla og áramóta frá upphafi. Tæplega 1200 manns mættu á skíði og bretti og skemmtu sér vel í stórkostlegu færi, að fram kemur í tilkynningu. Búist er við svipuðum fjölda í dag.

Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis

Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins.

Icesave hentar ekki í þjóðaratkvæði

Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir að Icesave frumvarpið henti ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu. Slíkt hljóti að valda óvissu og truflunum í samskiptum ríkja. Þetta kemur fram í grein sem Sigurður skrifar í Fréttablaðið í dag.

Konunglegt klúður

Týndur, skemmdur eða seinn póstur hefur kostað konunglegu bresku póstþjónustuna eina milljón punda á mánuði að meðaltali síðasta árið.

Ræningjar ógnuðu fólki með sög

Tveir unglingspiltar í Kaupmannahöfn voru handteknir í nótt eftir að þeir gengu um götur borgarinnar og ógnuðu fólki með sög.

Birta upptöku af símtali Brooke Mueller

Lögreglan í Aspen í Colorado hefur birt upptöku af símtali til neyðarlínunnar þar sem Brooke Mueller, eiginkona leikarans Charlie Sheen, hringir skelfingu lostin og segir mann sinn hóta sér með hníf á lofti.

Kínverjar tóku Shaikh af lífi

Bretinn Akmal Shaikh, sem kínverskur dómstóll dæmdi til dauða fyrir heróínsmygl, var tekinn af lífi klukkan hálfþrjú í nótt að íslenskum tíma, líklegast með byssuskoti í höfuð eins og tíðkast í kínverskum aftökum.

Að segja 2010 hjá BBC

Innanhússumræður eru nú um það hjá breska ríkisútvarpinu BBC hvernig orða skuli árið 2010 en gert er ráð fyrir því í reglum að samræmi sé meðal allra þeirra, sem tala í hljóðvarp þess eða sjónvarp, um hvernig vísað er til ártalsins.

Al Qaeda stóðu að baki sprengjutilraun

Hryðjuverkasamtökin al Qaeda hafa lýst á hendur sér tilraun til þess að sprengja farþegavél Northwest-flugfélagsins í loft upp á jóladag í flugi milli Amsterdam og Detroit en nígerískur farþegi um borð í vélinni reyndi að sprengja sprengju sem hann hafði meðferðis en mistókst. Í yfirlýsingu al Qaeda segir að ætlunin hafi verið að hefna fyrir aðgerðir Bandaríkjahers í Yemen og hafi nýrri gerð af sprengju verið beitt sem hafi ekki sprungið vegna tæknilegra mistaka. Þá segir að Bandaríkjamenn megi búast við fleiri árásum.

Heimdellingar gagnrýna stjórnvöld

Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að íslensk stjórnvöld hafi því miður ekki ráðist í skipulega fundaherferð meðal evrópskra þingmanna og stjórnmálamanna til þess að kynna málstað Íslands í Icesave-málinu út á við.

Hlé á Icesave á elleftu stundu

Hlé var gert á þriðju umræðu um Icesave-frumvarpið á Alþingi laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og voru þá 20 þingmenn enn á mælendaskrá. Formenn þingflokkanna ákváðu á fundi með forseta Alþingis að atkvæðagreiðsla um málið verði á morgun.

Sex útköll hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út sex sinnum í gærkvöldi og í nótt, en hvergi varð þó alvarlegt tjón. Í einu tilviki vaknaði fólk við reykskynjara, en þá hafði kvíknað í út frá skreytingu.

Hittu Obama-hjónin á Havaí á jóladag

Fjölskylda Önnu Soffíu Jóhannsdóttur Ryan hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta og Michelle, eiginkonu hans, á jóladag. Eiginmaður Önnu Soffíu er yfirmaður í sjóher Bandaríkjanna og staðsettur á Havaí.

Ákvörðun um ákæru tekin á morgun

Litháíska konan, sem talin er vera fórnarlamb mansals og kom hingað til lands í október síðastliðnum, hefur verið seld ítrekað í vændi í heimalandi sínu að eigin sögn. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í upphafi málsins höfðu þrettán manns stöðu sakbornings, en fimm Litháar og einn Íslendingur eru nú grunaðir um aðild að því. Ákvörðun um ákæru verður tekin á miðvikudag.

Var minnt á biðlaunaréttinn

Margt reyndasta starfsfólk Ríkisútvarpsins var fyrir jól minnt á rétt sinn til tólf mánaða biðlauna, yrði staða þess lögð niður. Þessi biðlaunaréttur, sem á við um fólk sem hefur unnið hjá RÚV síðan fyrir 1997, rennur út um áramót. Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarpsins, segir þetta gert með góðum vilja og í ljósi yfirvofandi niðurskurðar.

Fyrningu ráðherrabrota seinkað

Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun.

Fleiri viðhaldsverkefni nú en smærri en á síðasta ári

Eftir að stjórnvöld réðust í átak á vormánuðum til að auðvelda framkvæmdir og viðhald á íbúðarhúsnæði og skapa þannig störf fyrir iðnaðarmenn hafa Íslendingar ráðist í töluvert fleiri framkvæmdir á heimilum sínum en í fyrra, en samt varið til þeirra mun minni fjármunum. Þetta er meðal þess sem ráða má af tölum frá Ríkisskattstjóra um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna framkvæmda og viðhalds.

Eldisfiskur fimmta hvern dag

Allt stefnir í að fimmtungur af þeim rúmlega 5.100 tonnum af hráefni sem unnið er úr í landvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. í Hnífsdal og á Ísafirði á þessu ári komi úr þorskeldi. Fyrirtækið hefur stundað þorskeldi undanfarin ár en þetta hlutfall hefur að sögn Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, aldrei verið hærra.

Nýr Suðurlandsvegur hannaður án vegriða

Hönnun á tvöföldum Suðurlandsvegi og hugmyndir um tvöföldun milli Hveragerðis og Selfoss gera ekki ráð fyrir vegriðum á milli akreina. Miðjugeil verður hins vegar á milli akreina líkt og á vegarkaflanum við Arnarnesbrú á Hafnarfjarðarvegi þar sem þrír menn létust í umferðarslysi stuttu fyrir jól.

Ekki til skynsamleg rök fyrir sameiningu

„Nú er mikilvægt að standa vörð um landbúnað og sjávarútveg og þess vegna er mjög óskynsamlegt að leggja niður landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Icesave-umræðan komin á lokasprett

Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn lögðu í gær fram hvorir sína frávísunartillögu við Icesave-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þriðja og síðasta umræða um ríkisábyrgð á Icesave hófst á Alþingi í gær. Þá kom þing saman milli jóla og nýárs í fyrsta skipti frá árinu 1994 og í fjórða skipti á lýðveldistímanum.

500 þúsund í Kópavogslaug

Metfjöldi fólks hefur sótt sundlaugina í Kópavogi á árinu sem er að líða. María Níelsdóttir, sem er fædd og uppalin í Kópavogi, varð í gær 500 þúsundasti gestur ársins.

Umbótasinnar myrtir í Teheran

Ómögulegt er að fá staðfest hversu margir hafa látist í mótmælunum í Íran, þar sem stjórnvöld hafa takmarkað mjög starf erlendra fréttamanna í landinu. Samkvæmt írönskum ríkisfjölmiðlum létust átta á sunnudaginn en umbótasinnar segja að fimmtán hafi látist. Hundruð manna hafa verið tekin höndum.

Sjá næstu 50 fréttir