Innlent

Hálka á Reykjanesbraut

Hálka er á Reykjanesbraut. Á Hellisheiði og í Þrengslum eru hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er hálka á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði er hálka og skafrenningur en auk þess eru víða hálkublettir.

Þæfingur er í Ísafjarðardjúpi og mokstur stendur yfir. Hálka og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Hálka og éljagangur er á milli Ísafjarðar og Þingeyrar. Á Klettshálsi er þungfært og mokstur stendur yfir. Hálka er á Hálfdán, Mikladal og á Kleifaheiði. Hálkublettir á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi vestra er snjóþekja og stórhríð á Skagastrandarvegi, Þverárfjalli og á Skagavegi. Hálka, hálkublettir og skafrenningur eru á öðrum leiðum.

Hálka, éljagangur og skafrenningur er á Norðausturlandi. Á Austurlandi er þæfingur og skafrenningur frá Fáskrúðsfirði í Breiðdalsvík. Snjóþekja, éljagangur og snjókoma á öðrum leiðum.

Á Suðausturlandi er snjóþekja og verið er að hreinsa vegi. Hálka er á Reynisfjalli og hálkublettir á Mýrdalssandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×