Fleiri viðhaldsverkefni nú en smærri en á síðasta ári 29. desember 2009 04:00 Viðhald Framkvæmdum hefur fjölgað, miðað við tölur frá Ríkisskattstjóra, en eru smærri í sniðum.Fréttablaðið/stefán Eftir að stjórnvöld réðust í átak á vormánuðum til að auðvelda framkvæmdir og viðhald á íbúðarhúsnæði og skapa þannig störf fyrir iðnaðarmenn hafa Íslendingar ráðist í töluvert fleiri framkvæmdir á heimilum sínum en í fyrra, en samt varið til þeirra mun minni fjármunum. Þetta er meðal þess sem ráða má af tölum frá Ríkisskattstjóra um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna framkvæmda og viðhalds. Meðal aðgerðanna sem ráðist var í og tóku gildi 1. mars síðastliðinn var að endurgreiðslur virðisaukaskatts af aðkeyptri vinnu við nýframkvæmdir og viðhald jukust úr 60 prósentum í hundrað prósent. Á tímabilinu frá mars til október á þessu ári voru tæplega 1.234 milljónir endurgreiddar af virðisaukaskatti af ríflega sjö þúsund framkvæmdum á heimilum fyrir samtals 5.035 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var skattur endurgreiddur af vinnu við öllu færri verkefni, eða 5.134. Heildarupphæðin sem varið var í þá vinnu var 6.930 milljónir og endurgreiðslurnar námu 1.018 milljónum. Rétt er að taka fram að endurgreiðslurnar tóku nokkurn kipp í nóvember og desember í fyrra, sem er utan þessa samanburðartímabils, og námu rúmum þriðjungi allra endurgreiðslna það árið. Jón Guðmundsson hjá Ríkisskattstjóra segir að það gæti skýrst af því að fólk hafi í miklum mæli skilað gögnum inn til skattsins seint á síðasta ári þegar tók að sverfa að vegna kreppunnar. Einnig var ákveðið að endurgreiða virðisaukaskatt af framkvæmdum sveitarfélaga í fyrsta sinn og námu endurgreiðslurnar samtals 266 milljónum, þar af 207 vegna nýbygginga. Hrun er í endurgreiðslum til verktakanna sjálfra og námu þær á tímabilinu einungis ríflega þriðjungi af því sem var á sama tíma í fyrra, eða ríflega 560 milljónum miðað við 1.455 í fyrra. Árni Jóhannesson hjá Samtökum iðnaðarins segir það ríma fullkomlega við aðrar upplýsingar um samdrátt á byggingamarkaði. Önnur aðgerð sem stjórnvöld gripu til var að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri ÍLS, segist ekki hafa tölur um slík lán á takteinum en að lánunum hafi ábyggilega fjölgað eitthvað. Þá hafi reglur um viðhalds- og endurbótalán til lögaðila, til dæmis sveitarfélaga og félaga sem reka leiguhúsnæði, verið rýmkaðar töluvert. Félagsbústaðir í Reykjavík hafi einkum nýtt sér það til endurbóta á gömlu húsnæði við Skúlagötu. stigur@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Eftir að stjórnvöld réðust í átak á vormánuðum til að auðvelda framkvæmdir og viðhald á íbúðarhúsnæði og skapa þannig störf fyrir iðnaðarmenn hafa Íslendingar ráðist í töluvert fleiri framkvæmdir á heimilum sínum en í fyrra, en samt varið til þeirra mun minni fjármunum. Þetta er meðal þess sem ráða má af tölum frá Ríkisskattstjóra um endurgreiðslur á virðisaukaskatti vegna framkvæmda og viðhalds. Meðal aðgerðanna sem ráðist var í og tóku gildi 1. mars síðastliðinn var að endurgreiðslur virðisaukaskatts af aðkeyptri vinnu við nýframkvæmdir og viðhald jukust úr 60 prósentum í hundrað prósent. Á tímabilinu frá mars til október á þessu ári voru tæplega 1.234 milljónir endurgreiddar af virðisaukaskatti af ríflega sjö þúsund framkvæmdum á heimilum fyrir samtals 5.035 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var skattur endurgreiddur af vinnu við öllu færri verkefni, eða 5.134. Heildarupphæðin sem varið var í þá vinnu var 6.930 milljónir og endurgreiðslurnar námu 1.018 milljónum. Rétt er að taka fram að endurgreiðslurnar tóku nokkurn kipp í nóvember og desember í fyrra, sem er utan þessa samanburðartímabils, og námu rúmum þriðjungi allra endurgreiðslna það árið. Jón Guðmundsson hjá Ríkisskattstjóra segir að það gæti skýrst af því að fólk hafi í miklum mæli skilað gögnum inn til skattsins seint á síðasta ári þegar tók að sverfa að vegna kreppunnar. Einnig var ákveðið að endurgreiða virðisaukaskatt af framkvæmdum sveitarfélaga í fyrsta sinn og námu endurgreiðslurnar samtals 266 milljónum, þar af 207 vegna nýbygginga. Hrun er í endurgreiðslum til verktakanna sjálfra og námu þær á tímabilinu einungis ríflega þriðjungi af því sem var á sama tíma í fyrra, eða ríflega 560 milljónum miðað við 1.455 í fyrra. Árni Jóhannesson hjá Samtökum iðnaðarins segir það ríma fullkomlega við aðrar upplýsingar um samdrátt á byggingamarkaði. Önnur aðgerð sem stjórnvöld gripu til var að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna. Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri ÍLS, segist ekki hafa tölur um slík lán á takteinum en að lánunum hafi ábyggilega fjölgað eitthvað. Þá hafi reglur um viðhalds- og endurbótalán til lögaðila, til dæmis sveitarfélaga og félaga sem reka leiguhúsnæði, verið rýmkaðar töluvert. Félagsbústaðir í Reykjavík hafi einkum nýtt sér það til endurbóta á gömlu húsnæði við Skúlagötu. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira