Innlent

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði

Frá Hlíðarfjalli. Mynd/Ægir
Frá Hlíðarfjalli. Mynd/Ægir MYND/Ægir

Opið verður í Hlíðarfjalli í dag frá klukkan 11 til 19. Í gær var einhver fjölsóttasti dagur milli jóla og áramóta frá upphafi. Tæplega 1200 manns mættu á skíði og bretti og skemmtu sér vel í stórkostlegu færi, að fram kemur í tilkynningu. Búist er við svipuðum fjölda í dag.

Klukkan hálf níu í morgun var 8 stiga frost og nánast logn í Hlíðarfjalli.

Einnig opið á Siglufirði



Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið í dag frá klukkan 13 til 18. Í gær voru á annað hundrað manns skíðum við bestu aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×