Innlent

Maður ársins valin í Reykjavík síðdegis

Þáttastjórnendurnir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson.
Þáttastjórnendurnir Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Bragi Guðmundsson.
Reykjavík síðdegis á Bylgjunni velur manns ársins 2009 í fyrsta sinn nú í ár og getur almenningur tekið þátt í valinu í dag og á morgun. Kristófer Helgason, einn af stjórnendum þáttarins, segir að valið fari gríðarlega vel af stað og nú þegar hafi borist fjölmargar tilnefningar.

Valið fer fram vinstramegin hér á Vísi.is og skiptist í tvær umferðir. Í dag getur fólk skrifað nafn þess sem það telur vera mann ársins en á morgun verða birt á sama stað nöfn þeirra tíu sem fá flestar tilnefningar. Í framhaldinu fer fram val á milli þeirra og hlýtur sá sem fær flest atkvæði í seinni umferðinni nafnbótina maður ársins.

Úrslitin verða kynnt í sérstökum áramótaþætti Reykjavík síðdegis næstkomandi fimmtudagsmorgun, gamlársdag, á milli klukkan 8 og 11.

Hægt er að taka þátt í vali á manni ársins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×