Fleiri fréttir

Með hangikjöt innan klæða

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn með hangikjötslæri innan klæða um miðjan dag í fyrradag. Lærinu hafði hann stolið úr matvöruverslun í Reykjavík. Hann hafði stungið því inn á sig og gekk síðan út úr versluninni án þess að greiða fyrir það. Þá var för hans stöðvuð.

Fóstureyðingum fjölgar

Samtals voru framkvæmdar 955 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi á síðasta ári. Eru þær nokkru fleiri heldur en undanfarin ár. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis.

Bætur til foreldra skertar

29,6 milljarðar verða greiddir frá ríkinu til Atvinnuleysistryggingasjóðs á næsta ári, samkvæmt áætlun fjárlagafrumvarpsins. Það er aukning um 12 milljarða frá þessu ári eða 67,6 prósent. Framlögin miðast við 10,6 prósenta atvinnuleysi á næsta ári, sem þýðir að 17.400 manns verði að jafnaði án atvinnu. Framlög til Vinnumálastofnunar verða einnig aukin um 24,9 prósent, úr um 230 í um 285 milljónir.

Upp um tvo milljarða

Ríkissjóður mun auka útgjöld til landbúnaðar- og sjávarútvegsmála um 7 prósent á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær. Greiðslur samkvæmt samningum við bændur og samtök þeirra og til ýmissa sjóða og verkefna sem ríkið styrkir í landbúnaði hækka úr 11,7 milljörðum í ár í 13,7 milljarða á næsta ári.

Vanhanen stóð af sér storminn

Ríkisstjórn Finnlands stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á þjóðþingi landsins í gær.

Hanna tískufatnað, leikföng og duftker

Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði í gær alls tíu milljónum króna til átta íslenskra hönnuða sem meðal annars hönnuðu ilmvatn, föt og barnaleikföng.

Skrautvagnar á byltingarhátíð

Kínverskir hermenn gengu í skrautfylkingum yfir Torg hins himneska friðar í Peking milli þess sem skriðdrekum og öðrum vígvélum var ekið um torgið. Kínverskir ráðamenn fylgdust grannt með hersýningunni, sem er sú stærsta sem Kínverjar hafa efnt til.

Niðurgreiðslu dýrari lyfja hætt

Lyfjanotkun sjúklinga sem þjást af of háum blóðþrýstingi verður beint í ódýrari lyf, samkvæmt breytingu heilbrigðisráðuneytis á reglugerð sem tekur gildi nú um mánaðamótin.

Framlög til vegamála verða skorin niður um 40 prósent

Framlög til vegamála verða skorin niður um 13 milljarða eða 40,1 prósent samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Til þeirra á að verja 19,3 milljörðum króna á næsta ári í stað 32,3 milljarða í ár.

Vill fagfólk í utanþingsstjórn

Borgarahreyfingin leggur til að mynduð verði utanþingsstjórn skipuð valinkunnu fagfólki og fræðimönnum. Í tilkynningunni frá hreyfingunni segir að slík stjórn gæti orðið sameiningartákn sem þjóðin þurfi á að halda. Enn fremur segir í tilkynningunni að ekki verði unað við það að AGS segi kjörnum fulltrúum fyrir verkum og setji hagsmuni Hollendinga og Breta í fyrirrúm. Borgarahreyfingin styður þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að segja af sér ráðherraembætti og „taka ekki þátt í ríkisstjórn blekkinga og þvingana“. - bs

Telja úrskurðinn ólögmætan

„Menn geta farið að verða atvinnulausir í boði umhverfisráðherra,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir allar tafir á stóriðjuframkvæmdum lengja og dýpka kreppuna.

Býður langlokur fyrir ógreidd fasteignagjöld

Eigandi skyndibitastaðarins Super Sub segir gatnagerð hafa skaðað reksturinn og bauð Kópavogsbæ matarmiða upp í skuld vegna fasteignagjalda. Bæjarráð telur að ekki myndi sjá fyrir endann á slíkum vöruskiptum og hafnaði tilboðinu.

Drap 83 þúsund rottur

Stjórnvöld í Bangla­dess verðlaunuðu í vikunni bónda fyrir að veiða samtals 83.450 rottur á níu mánaða tímabili. Bóndinn skilaði inn hölum af öllum rottunum og fékk litasjónvarp að launum fyrir dugnaðinn.

Vilja að Obama beiti hernum gegn Íran

Meirihluti Bandaríkjamanna vilja beita hervaldi til að koma í veg fyrir að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Afgerandi meirihluti þeirra telja að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, eigi að beita sér af miklum þunga í málinu.

Fjárlagafrumvarpið ógnar stöðugleikasáttmálanum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, óttast að fjárlagafrumvarpið ógni stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frumvarpsið sé til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að festa fé sitt hér á landi.

Fjórir ákærðir fyrir fólskulega líkamsárás á Hverfisgötu

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn fjórum Lettum fyrir fólskulega líkamsárás í fyrrahaust. Mennirnir ruddust grímuklæddir inn í íbúðarhús við Hverfisgötu að kvöldi laugardags 25. október og réðust þar á fjóra samlanda sína. Það gerðu þeir til til að jafna eldri væringar. Tveir þeirra sem ráðist var á voru fluttir á slysadeild með áverka.

Brýnt að þjónusta við börn skerðist ekki

Barnaheill beina því til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga að þau standi vörð um réttindi barna og skerði alls ekki þjónustu við þau og fjölskyldur þeirra á sviði menntamála, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.

Anna Pála á þing

Anna Pála Sverrisdóttir tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag en hún kemur inn á þing sem varamaður fyrir Skúla Helgason, þingmann Samfylkingarinnar, sem fer í barneignarfrí. Anna Pála er meistaranemi í lögfræði og fráfarandi formaður Ungra jafnaðarmanna, Hún skipaði 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum.

Þrír á slysadeild eftir umferðarslys við Smáralind

Umferðaróhapp varð við á gatnamótum Dalvegs og Fífuhvammsvegar við verslunarmiðstöðina Smáralind á áttunda tímanum í kvöld. Tveir sjúkrabílar fóru á vettvang ásamt tækjabíl. Ekki fengust nánari upplýsingar um málið hjá lögreglu og slökkviliði að svo stöddu.

Grunur beinist ekki að starfsmönnum KPMG og Price Waterhouse Coopers

Sérstakur saksóknari gerði í dag húsleit hjá endurskoðunarfyrirtækjunum KPMG og Price Waterhouse Coopers og lögðu hald á gögn sem tengjast starfsemi og reikningsskilum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans. Enn sem komið er beinist ekki grunur að starfsmönnum endurskoðunarfyrirtækjanna.

Barðstrendingar að springa

Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum eru að springa af reiði eftir að framlög til vegabóta voru þurrkuð út og ferjusiglingar Baldurs yfir Breiðafjörð skornar niður. Ráðamenn þar spyrja hversvegna lífeyrissjóðir eigi bara að lána í vegagerð á suðvesturhorninu.

Sigurður og Hreiðar kunna að þurfa að greiða skaðabætur úr eigin vasa

Almennir lántakendur hjá Kaupþingi ætla að stefna Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðarsyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, fyrir dóm til þess að fá viðurkennda persónulega skaðabótaskyldu þeirra. Áfrýjunarnefnd neytendamála úrskurðaði í dag að skilmálar myntkörfulána Kaupþings væru ólöglegir.

Kreppan dýpkar umtalsvert frestist Helguvík

Sérfræðingar fjármálaráðuneytis telja að ef Helguvíkurframkvæmdir frestast verði samdráttur í efnahagslífinu þrjú prósent á næsta ári en ekki 1,9 prósent. Samtök atvinnulífsins hóta því að leita til dómstóla afturkalli umhverfisráðherra ekki úrskurð sinn um Suðvesturlínu, sem þau telja ólögmætan og setja stöðugleikasáttmálann í uppnám.

Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010

Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári.

Notast við stórvirkar vinnuvélar við björgunarstörf

Vegna skorts á þjálfuðum mannskap nota björgunarsveitir á Súmötru stórvirkar vinnuvélar til þess að leita að fólki í rústum hundruða húsa sem hrundu í jarðskjálftanum í gær. Við vörum við myndum sem fylgja þessari frétt.

Handteknir með heimatilbúnar sprengjur

Lögregla handtók tvo karlmenn síðdegis á Austurvelli þegar Alþingi var sett. Mennirnir voru með flugelda og það sem lögregla telur vera heimatilbúnar sprengjur. Mönnunum, sem eru fæddir 1974 og 1985, hefur verið sleppt.

Gæsluvarðhald framlengt vegna amfetamínsmygls

Karl á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.

Í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu

Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við stúlku gegn vilja hennar. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 15 mánaða fangelsi en hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600.000 krónur auk vaxta.

Krafan um aukið lýðræði er hávær og réttmæt

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag að hún hefði farið yfir sjónarmið sambandsins varðandi frumvarp til laga um persónukjör. Hún sagði margar af ábendingum sambandsins eiga rétt á sér og þær muni ríkisstjórnin skoða. Hún sagði kröfu almennings um aukið lýðræði og meiri áhrif kjósenda vera háværa og réttmæta.

Fyrsti dómur vegna bankahrunsins fellur á miðvikudaginn

Fyrsti dómur í málum gegn bönkunum eftir bankahrunið mun falla í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 7. október næstkomandi. Um er að ræða mál gegn gamla Landsbankanum og Landsvaka, sem var vörsluaðili peningamarkassjóða Landsbankans.

Vill fund með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar vegna Icesave

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni vegna Icesave-málsins. Þar vill Bjarni fá kynningu á því hver áform ríkisstjórnarinnar eru varðandi lyktir Icesave-deilunnar gagnvart stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi.

Travolta berst við fjárkúgara

John Travolta og eiginkona hans Kelly Preston eru nú á Bahamaeyjum til að bera vitni í réttarhöldum gegn tveim mönnum sem eru sakaðir um að hafa reynt að kúga fé út úr hjónunum eftir að Jett sonur þeirra lést þar í janúar síðastliðnum.

Lögreglan handtók ölvaðan mann

Karlmaður var handtekinn á Háaleitisbraut rétt fyrir hádegið í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið stolinni bifreið ölvaður og ekið yfir gangstétt með þeim afleiðingum að dekk á bifreiðinni sprakk. Að sögn lögreglunnar gistir maðurinn fangageymslur lögreglunnar. Hann er í annarlegu ástandi og þvi ekki hægt að yfirheyra hann að svo komnu máli.

Yfirlæknirinn í Fjarðabyggð ekki ákærður - forstjóri HSA undrandi

Mál Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar hefur verið látið niður falla. Hannesi var vikið frá störfum tímabundið þann 12. febrúar og í gang fór rannsókn á vinnulagi Hannesar og meintum fjárdrætti. Það var Ríkisendurskoðun sem rak málið en Hannes fékk bréf þess efnis í morgun að málið hefði verið látið niður falla. Hannes segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fengið og býst við að snúa aftur til starfa sem fyrst. Niðurstaðan kemur forstjóra HSA á óvart.

Góð skilyrði fyrir sókn Íslendinga

Góð skilyrði eru til þess að næsta haust verði sóknarskeiðið Íslendinga út úr kreppu hafið, sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við þingsetningu í dag. „Slíkt sóknarskeið síðari hluti næsta hausts er raunhæfur möguleiki,“ sagði Ólafur. Hann benti á að það væri verkefni Alþingis og þjóðarinnar allrar að gera þennan möguleika að veruleika.

Bandaríkjamenn telja hnúfubak ekki í útrýmingarhættu

Bandaríska alríkisstjórnin er að íhuga að taka hnúfubak af lista yfir tegundir í útrýmingarhættu. Associated Press fréttastofan segir að þetta sé vegna gagna sem sýni að stofnin hafi stöðúgt verið að stækka síðustu áratugina.

Búið að girða Alþingishúsið af með reipi

Tæplega hundrað mótmælendur eru nú staddir á Austurvelli en Alþingi verður sett eftir skamma stund. Þingmenn eru nú við messu í Dómkirkjunni að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum. Búið er að girða þinghúsið og Dómkirkjuna af með tvöföldu reipi og gulum borða, svo nær ómögulegt er fyrir mótmælendur að komast að þingmönnum.

Þingmenn Hreyfingarinnar skrifuðu Jóhönnu og Steingrími bréf

Þingmenn Hreyfingarinnar, sem áður voru þingmenn Borgarahreyfingarinnar, hafa ritað forystumönnum ríkisstjórnarinnar bréf þar sem farið er fram á að ekki verði skrifað undir nokkra samninga né skjöl tengd Icesave-deilunni fyrir Íslands hönd fyrr en málið hafi hlotið þinglega meðferð og viðkomandi samningar kynntir fyrir þeim þingnefndum sem um málið hafa fjallað.

Rannsóknin snýr að viðskiptavinum KPMG

Vegna húsleitar embættis Sérstaks saksóknara hjá KPMG í dag, vill félagið koma því á framfæri að rannsóknin snúi að ákveðnum viðskiptavinum fyrirtækisins en ekki félaginu sjálfu.

Húsleitir hjá PWC og KPMG

Starfsmenn frá Embætti sérstaks saksóknara fóru inn í húsakynni PricewaterhouseCoopers hf í Skógarhlíð 12, klukkan tíu í morgun til að leggja

Þrettán ára nemandi réðst á smíðakennara

Þrettán ára nemandi í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi réðst á smíða-og stuðningskennara sinn sem er á sextugsaldri í fyrradag. Kennarinn leitaði til læknis vegna brjóst-og kviðverkja eftir árásina.

Sjá næstu 50 fréttir