Innlent

Fjórir ákærðir fyrir fólskulega líkamsárás á Hverfisgötu

Mynd/Pjetur
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru gegn fjórum Lettum fyrir fólskulega líkamsárás í fyrrahaust. Mennirnir ruddust grímuklæddir inn í íbúðarhús við Hverfisgötu að kvöldi laugardags 25. október og réðust þar á fjóra samlanda sína. Það gerðu þeir til til að jafna eldri væringar. Tveir þeirra sem ráðist var á voru fluttir á slysadeild með áverka.

Ofbeldismennirnir, sem allir eru á þrítugsaldri, skipuðu mönnunum fjórum að leggjast í gólfið áður en þeir hófu að berja þá ítrekað með krepptum hnefum og billjardkjuðum víðasvegar um líkama, meðal annars í höfuð þeirra.

Tveir þeirra sem ráðist var á voru fluttir á slysadeild með áverka. Hinir tveir voru einnig með áverka en þáðu ekki aðstoð lögreglu við aðleita sér læknis. Mennirnir eru á aldrinum 26 til 48 ára. Einn þeirra fer fram á 400 þúsund krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×