Innlent

Fjárlagafrumvarpið ógnar stöðugleikasáttmálanum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd/Pjetur
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, óttast að fjárlagafrumvarpið ógni stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Frumvarpsið sé til þess fallið að fæla fjárfesta frá því að festa fé sitt hér á landi.

Fjármálaráðherra kynnti í dag fjárlagafrumvarp ársins 2010. Þrátt fyrir niðurskurð og verulegar skattahækkanir er gert ráð fyrir því að ríkissjóður verði rekinn með 87 milljarða króna halla. Mesti þunginn mun lenda á almenningi en stefnt er að hallalausum ríkisfjármálum árið 2013.

„Stöðugleikasáttmálinn byggist á því að við séum að reyna að koma okkur út úr kreppunni. Lykilatriði er að ná fjárfestingunum í gang og ná hreyfingu á atvinnulífið. Þá þurfum við að tryggja að stórfjárfestingar í atvinnulífinu gangi upp," sagði Vilhjálmur í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld.

Vilhjálmur sagði ýmislegt standa í vegi fyrir að þessar fjárfestingar nái fram að ganga. „Það er ekki bara skatta áforminn því það er líka þessi ákvörðun umhverfisráðherra að loka á allar framkvæmdir á Suðurnesjum."


Tengdar fréttir

Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010

Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári.

Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða

Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×