Fleiri fréttir

Tillaga um afbrigði í Icesave málinu felld
Tillaga ríkisstjórnarinnar um að frumvarp um Icesave samningana yrði lagt fram á Alþingi með afbrigðum var felld við upphaf þingfundar í dag. Alls greiddu 29 atkvæði gegn tillögunni en 23 greiddu tillögunni atkvæði sitt.

Icesave: 1600 Bretar eiga eftir að gera kröfu
Nú er að renna upp síðasta tækifæri fyrir þá Breta sem áttu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans að gera kröfur sínar ljósar. Breska ríkisútvarpið segir frá þessu í dag en í ljósi þess að samningar hafa náðst í Icesave deilunni fer hver að verða síðastur til þess að krefjast þess að fá innistæður sínar til baka.

Stórtækir þjófar handteknir í Grímsnesi
Lögreglan á Selfossi handtók þrjá Litháa í Grímsnesi um hádegi í gær. Ástæða handtökunnar var grunur um aðild að þjófnaði úr ferðamannaversluninni á Geysi fyrir rúmri viku þegar stolið var vörum fyrir um 400 þúsund krónur. Lögregla fékk ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður.

Hvetur ríkið til að breyta um fjárfestingarstefnu í atvinnulífinu
Breyti ríkisstjórnin ekki um stefnu varðandi fjárfestingar í atvinnulífinu er áþreifanlegur möguleiki á því að ekki verði hægt að framlengja kjarasamninga og ófriður verði á vinnumarkaði, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Menn eru í kapphlaupi við tímann.

Almenningur ber traust til Evu Joly
Um 67% svarenda í skoðanakönnun MMR segjast bera mikið traust til Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á refsiverðri háttsemi í tengslum við bankahrunið. Um 8,7% segjast bera lítið traust til hennar. Um 52,8% kveðst en um 15,2% segist bera lítið traust til hans.

Fordæmir skemmdarverk í nafni mótmæla
Ríkisstjórn Íslands fordæmir aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks. Þetta kemur fram í minnisblaði sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar segir að ríkisstjórnin fordæmi skilyrðislaust og með skýrum hætti það ofbeldi sem fellst í því að ráðist sé gegn friðhelgi og einkalífi fólks.

Hver á Landsvirkjun?
Landsvirkjun virðist hafa orðið sömu loftbólu að bráð og önnur fyrirtæki og íslensku bankarnir, segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Polanski áfram í fangelsi
Svissneskur dómstóll synjaði í dag beiðni leikstjórans Romans Polanski um að fá að ganga laus meðan beðið er endanlegs úrskurðar um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna.

Islendingur stjórnar björgunaraðgerðum á Filippseyjum
Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og meðlimur í Hjálparsveit skáta Reykjavík, er á leið til Filipseyja þar sem hann mun næstu tvær vikurnar stýra aðgerðum í björgunarstarfi eftir að mikil aurflóð urðu þar.

Mikilvægt að verja löggæsluna
„Nauðsynlegt er að fara varlega við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sem nú eru í undirbúningi,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Í grein sem Haraldur ritar í inngang að ársskýrslu embættisins segir hann að mikilvægt sé að stjórnvöld íhugi vel sérhvert skref sem stigið verður í þeim efnum svo að koma megi í veg fyrir að sú mikla uppbyggingarvinna sem átt hafi sér stað á undanförnum árum fari forgörðum.

Fleiri konur en karlar á stofnunum fyrir aldraða
Alls bjuggu 3.284 á stofnunum með vistrými fyrir aldraða í desember í fyrra, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þar af voru konur rúm 64%. Tæp 10% þeirra sem eru 67 ára og eldri bjuggu í vistrýmum í desember í fyrra. Þetta hlutfall var rúm 11% á landsbyggðinni en rúm 9% á höfuðborgarsvæðinu. Í fyrra bjuggu rúm 24% fólks 80 ára og eldra í vistrýmum aldraðra. Það á við um rúm 20% karla á þessum aldri og tæp 27% kvenna.

Segja lærin hvergi flottari en í Norður-Þingeyjarsýslu
Konur í Norður-Þingeyjarsýslu segja að hvergi finnist flottari læri en þar. Svo stoltir eru Norður-Þingeyingar af lambakjötinu sínu að þeir neita að selja það ódýrt.

Snorri býður sig fram til formennsku í BSRB
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, eða BSRB, á 42. þingi bandalagsins, sem haldið verður á Grand Hótel í Reykjavík, dagana 21. - 23. október næstkomandi.

Stefnir Airbus vegna Air France-slyssins
Bandarískur lögmaður hefur stefnt Airbus-flugvélaverksmiðjunum og nokkrum fyrirtækjum sem framleiða hluti í Airbus vélar og krafist bóta vegna dauða átta af þeim farþegum sem fórust í Air France-slysinu 1. júní.

Grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn
Bandarískur vísindamaður, sem starfaði á vegum stjórnvalda við ýmis leynileg verkefni tengd geimvísindum, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að reyna að selja manni, sem hann taldi vera ísraelskan leyniþjónustumann, leynileg gögn tengd varnarmálum Bandaríkjanna.

Lést úr krabbameini sem fannst ekki við átta skoðanir
Tuttugu og sex ára gömul kona í Luton á Englandi lést úr leghálskrabbameini í ágúst 2007 eftir að heimilislækni hennar tókst ekki að finna nein einkenni um sjúkdóminn í átta skoðunum sem hann framkvæmdi á konunni á fjögurra ára tímabili.

Íranar hætta við að afhenda auðgað úran
Íranar hafa horfið frá samkomulagi frá 1. október um að afhenda Frökkum og Rússum þrjá fjórðu hluta þess úrans sem þeir hafa auðgað síðustu mánuði í neðanjarðarmannvirki í Natanz.

Drengur játar íkveikju á Skólavörðustíg
13 ára piltur hefur viðurkennt hjá lögreglu að vera valdur að íkveikju í húsi við Skólavörðustíg í Reykjavík á sunnudag. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og í blaðinu segir jafnframt að drengurinn hafi játað að hafa átt þátt í íkveikju í húsi við Hverfisgötu um miðjan september.

Tilkynnt um tvö innbrot
Tilkynnt var um tvö innbrot í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn lögreglu var brotist inn í lyfjaverslun í Garðabæ en ekki er ljóst hverju nákvæmlega vari stolið. Þjófarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki í Austurborginni nú í morgunsárið og er lögregla enn á vettvangi.

Skuldum vafin þjóð eykur á skuldir sínar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fann samstarfi stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) flest til foráttu í umræðum um samstarfið utan dagskrár á Alþingi í gær.

Stím-málið ekki enn borist ákæruvaldinu
Mál eignarhaldsfélagsins Stíms hefur hvorki borist efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra né sérstökum saksóknara til ákærumeðferðar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Bíða niðurstöðu í dómsmálum
Exista tapaði 1,6 milljörðum evra, eða 602 milljörðum króna, eftir skatta á árinu 2008. Félagið birti í gærmorgun uppgjör vegna ársins. Tapið er það mesta sem íslenskt fyrirtæki hefur kynnt.

Ríkið veiti milljarði til Helguvíkurhafnar
Forsvarsmenn Reykjanesbæjar kalla eftir svörum um hvort ríkið ætlar að taka þátt í kostnaði við uppbyggingu Helguvíkurhafnar. Sveitarfélagið ætlar að fullgera höfnina óháð aðkomu ríkisins en milljarðalántöku þarf hins vegar til. Slík lántaka gæti reynst þrautin þyngri. Helguvíkurhöfn er ekki á samgönguáætlun og ekkert fjármagn því eyrnamerkt hafnargerðinni.

Segir aðra þingmenn hræsnara
John O"Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað.

Ráðherra vill banna starfsemi Vítisengla
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir stjórnvöld verða að bregðast við vaxandi hörku í afbrotum hér á landi. Sérstaklega verði að bregðast við hættunni sem fylgir því þegar erlend glæpasamtök reyna að hasla sér völl í gegnum samtök eða félög hérlendis.

Njóta mikils trausts landsmanna
Mikill meirihluti landsmanna ber traust til Landhelgisgæslunnar, samkvæmt nýrri könnun Markaðs- og miðlarannsókna ehf. Um 77,6 prósent segjast bera mikið traust til Gæslunnar. Einungis fimm prósent svarenda segjast bera lítið traust til Landhelgisgæslunnar.

Margar fyrirspurnir í skoðun
„Samkeppnishæfni Íslands hefur aldrei verið meiri og fyrirspurnum frá erlendum fjárfestum fjölgað," segir Þórður H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarstofu Íslands.

Hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara
„Ég hirti nokkrar þvottavélar og þurrkara handa heimilisfólkinu mínu og gaf nokkrum íþróttafélögum nokkur eintök,“ segir Tómas J. Knútsson, sem tók að sér að farga um 300 heimilistækjum af varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Hátíðardagskrá Ögmundi til heiðurs
félagsmál Þriggja daga þing BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, verður sett á Grand hóteli á morgun.

Ítalir segja ásakanir um mútur fráleitar
Ítalska stjórnin segir ekkert hæft í því að leyniþjónusta landsins hafi greitt talibönum í Afganistan stórfé fyrir að láta í friði landsvæði þar, sem ítalskir hermenn höfðu umsjón með.

Forseti telur sigri stolið af sér
Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur úrskurðað að fjöldi atkvæða í forsetakosningum í Afganistan í ágúst sé ógildur vegna kosningasvindls. Stjórnvöld í Kabúl hafa ekki staðfest þetta en þó virðist sem kjósa þurfi að nýju milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum.

Tryggvi Þór Herbertsson: Er 173 sentímetrar á hæð
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Tryggvi Þór Herbertsson, afhjúpar hæð sína á vefsvæði sínu sem hann skrifað nú síðdegis. Tilefnið er sérkennilegt andsvar fjármálaráðherrans, Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi í dag þar sem tekist var á um Icesave-samkomulagið.

Séra Örn styður biskup gegn séra Gunnari
Presturinn Örn Bárður Jónsson þakkar Davíð Þór Jónssyni guðfræðinema, fyrir pistil í Fréttablaðinu í dag og lýsir yfir stuðningi við afstöðu biskups Íslands í umdeildu máli séra Gunnars Björnssonar sem hefur verið færður til í starfi.

AFL stefnir Landsvaka
AFL Starfsgreinafélag samþykkti í kvöld að stefna sjóðsstjórnum Landsvaka, er önnuðust upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjármuni þess, til greiðslu bóta vegna þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör sjóðsins, samkvæmt tilkynningu frá sjóðnum.

Leggja í stæði fyrir fatlaða
Mikið er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af um eitt hundrað ökutækjum vegna þessa samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Katrín til Húsavíkur með nýtt plagg
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra er væntanleg til Húsavíkur á fimmtudag að undirrita nýja viljayfirlýsingu um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Sveitarstjóri Norðurþings vonast til að samningar við Alcoa um álver á Bakka verði frágengnir innan árs og stóriðjuframkvæmdir fari upp úr því á fullt.

Ekki krafist gæsluvarðhalds yfir sjötta manninum
Ekki verður krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem handtekinn var í gær vegna rannsóknar málsins samkvæmt lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Maðurinn var yfirheyrður í dag og látinn laus í kjölfarið.

Mál e-töflusmyglara til ríkissaksóknara
Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur pólskum karlmönnum sem voru handteknir um miðjan síðasta mánuð með tæplega 6000 e-töflur. Mál þeirra er komið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um það hvort að gefin verði út ákæra.

Árni mælti fyrir frumvarpi um skuldavanda heimilanna
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra mælti, nú um klukkan hálffimm í dag, fyrir frumvarpi um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Talaði um hæð Tryggva Þórs
„Þú skalt segja mér það. Þú ert nú hár í loftinu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, umræðum á Alþingi í dag þegar Tryggva Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði: „Þið eigið ekki að lyppast niður.“ Birgir Ármannsson, flokksbróður Tryggva, gagnrýndi þessi orð Steingríms og sagði þau til skammar.

Reyndi að eyða fóstri kærustunnar
Breskur læknir hefur verið sakfelldur fyrir að byrla kærustu sinni lyf til þess að eyða fóstri þeirra sem hún gekk með. Edward Erin er 44 ára gamall kvæntur og tveggja barna faðir.

Vill auka umræðu um fósturlát
Auður Helgadóttir missti fóstur eftir 19 vikna meðgöngu í ágúst síðastliðnum. Hún segist hafa gengið í gegnum mikla sorg síðan og að daglegar athafnir eins og að fara í kjörbúð hafi reynst henni erfiðar í framhaldinu.

Hagræðing ástæða fyrir starfslokum Sigurðar
„Þetta er bara hluti af breytingum á stöðinni. Við erum að velta öllum steinum hjá okkur og það hefur staðið til að skoða fyrirkomulagið á veðurmálunum eins og fleiru," segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, um brotthvarf Sigurðar Ragnarssonar veðurfréttamanns á 365.

Bjarni: Alþingi getur ekki takmarkað ríkisábyrgðina
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðuna í Icesave málinu sem liggur fyrir vera í grundvallaratriðum að Alþingi gefur frá frá sér réttinn til að takmarka ríkisábyrgð vegna samkomulagsins síðar. Bjarni spurði Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, út í málið á þingfundi í dag. „Hvað réttlætir þessa kúvendingu frá því í sumar?“ spurði Bjarni.

Í yfirlið þegar konan bar vitni
Fjörutíu og níu ára gamall tyrkneskur maður hné í ómegin í réttarsal í Lundúnum í dag þegar eiginkona hans vitnaði gegn honum vegna morðsins á dóttur þeirra.