Fleiri fréttir Óttast veitingastaði í Kaupmannahöfn Margar af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn síðasta árið hafa verið gerðar á veitingastöðum þar sem annaðhvort Vítisenglar eða innflytjendagengi halda til. 21.10.2009 13:28 Katrín enn undir feldi Mál Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti, er enn til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert verði framhald málsins. 21.10.2009 13:21 Íslenskar stúlkur enn í gæsluvarðhaldi í London Mál tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru vegna vopnaðs ráns í Bretlandi verður ekki tekið fyrir dóm þar í landi fyrr en eftir áramót, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Stúlkurnar sitja nú í varðhaldi í London. 21.10.2009 13:20 Samkeppni á smálánamarkaði „Við bjóðum upp á lægri vexti,“ segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. 21.10.2009 13:00 Vilja Íslendingana í gæsluvarðhald vegna mansals Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldúrskurði yfir þremur íslenskum karlmönnum, sem handteknir voru í gær grunaðir um tengsl við skipulagðan glæpahring. Fimm Litháar eru einnig í haldi í tengslum við mansálsmál og verður óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi þeirra. Brotastarfsemi Íslendinganna og Litháanna er talin tengjast. 21.10.2009 12:28 Í þrjár vikur á gjörgæslu vegna svínaflensu Sex sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild með svokallaða svínaflensu. Sá sem lengst hefur legið þar er búinn að vera í um þrjár vikur, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Hann segir þetta þó ekki vera óeðlilega langan tíma. 21.10.2009 11:58 Hraðakstur aldrei meiri og innbrotum fjölgar stórlega Hegningarlagabrot árið 2009 voru 1204 í september samkvæmt afbrotatölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Þar kemur fram að hegningarlagabrotum hafa fækkað um tæp 7 prósent frá síðasta ári. Hraðakstursbrot hafa aldrei verið jafn mörg og nú. 21.10.2009 11:30 „Við erum komin aftur til Íslands“ „Við eigum að horfast í augu við það að í þjóðfélaginu ríkir togstreita,“ sagði Ögmundur Jónasson, fráfarandi formaður BSRB, við setningu 42. þings sambandsins í dag. Það væri hlutverk aðila innan BSRB að toga fyrir þá sem standa höllum fæti gagnvart fjármagni og valdi. „Það breytir því ekki að togstreytunni á jafnan að beina í eins jákvæðan og uppbyggilegan farveg og kostur er. Ég vil að við séum sem ein fjölskylda. En þá verðum við líka að vera það í reynd,“ sagði Ögmundur. 21.10.2009 11:16 Gordon Brown á útleið Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag. 21.10.2009 09:56 Segir Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV Fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, segir sjónvarpsmanninn Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV, þar sem hann heldur úti sívinsælum þætti sínum, Silfur Egils. 21.10.2009 09:33 Sprenging í haldlagningu stera Tollgæslan hefur lagt hald á rúmlega sjö lítra af anabólískum sterum í fljótandi formi það sem af er þessu ári og tæplega 80.000 steratöflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóraembættinu í Reykjavík en þar segir enn fremur að fyrstu tíu mánuði síðasta árs hafi tollurinn lagt hald á 10.000 steratöflur og 1,2 lítra af sterum í vökvaformi. 21.10.2009 09:11 Ástralskt glæpakvendi slær í gegn með ævisögu Nýútkomin bók fyrrum eiginkonu ástralska glæpaforingjans Carls Williams hefur vakið verðskuldaða athygli þar í landi. 21.10.2009 08:46 NASA undirbýr næstu kynslóð geimflauga Bandaríska geimferðastofnunin NASA undirbýr nú fyrsta tilraunaskot hinnar nýju Ares 1-X-geimflaugar. 21.10.2009 08:44 Frelsi fjölmiðla: Ísland fellur úr fyrsta sæti í það níunda Ísland er í níunda sæti þegar kemur að frelsi fjölmiðla í heiminum. Fjölmiðlasamtökin Reporters without borders birtu í gær árlegan lista sinn yfir frelsi fjölmiðla og tróna fimm þjóðir saman á toppnum, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Írland. Eistland er í sjötta sæti, Holland í því sjöunda og í áttunda sæti eru Svisslendingar. 21.10.2009 08:31 Tveir látnir eftir storminn Rick Tveir eru nú látnir á vesturströnd Mexíkó, nærri landamærum Bandaríkjanna, eftir að hitabeltisstormurinn Rick fór þar um. 21.10.2009 07:37 Á annan tug létust í lestarslysi á Indlandi Allt að 15 eru látnir og 50 fastir inni í flaki járnbrautarlestar utan við bæinn Mathura suður af Nýju-Delhí á Indlandi eftir að hraðlest ók aftan á hana á fullri ferð en hin lestin var þá kyrrstæð að sögn lögreglu á staðnum. 21.10.2009 07:21 Ekki fengið hraðasekt í 84 ár George Geeson er að öllum líkindum öruggasti ökumaður Englands. Hann hefur ekki fengið hraðasekt í 84 ár, það er að segja síðan hann fékk ökuskírteinið. 21.10.2009 07:16 Englar herja sem aldrei fyrr í Kaupmannahöfn Ekkert lát er á ófriði Vítisengla og glæpaklíka innflytjenda í Kaupmannahöfn og slær að jafnaði í brýnu fjórða hvern dag milli hópanna. 21.10.2009 07:06 Von á tilkynningu frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun í dag senda frá sér tilkynningu um endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Ríkisútvarpið hefur þetta eftir sendifulltrúa sjóðsins hér á landi. 21.10.2009 06:51 Brotist inn í apótek, félagsheimili og bíla Tilkynnt var nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í félagsheimilið Breiðfirðingabúð seint í nótt og töluverðu magni af áfengi, sterku og léttu, stolið. EInnig var farið inn í fyrirtæki á Fiskislóð í Reykjavík. Þar hafði hurð verði brotin upp og mikið rótað í húsnæðinu sem er geymsluhúsnæði. Lögregla hefur ákveðinn mann grunaðan en enginn hefur verið handtekinn. 21.10.2009 06:44 Hafa leigt frá sér 2.306 tonn af kvóta Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 2.306 tonn af þeim 3.241 þorskígildistonni kvóta af bolfiski sem fyrirtækið fékk til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september 2009. 21.10.2009 06:00 Grunaðir mansalsmenn neita allir Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. 21.10.2009 06:00 Neyðarstjórn komið á fót Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær ítarlega viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og stofnaði neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand skapast. Viðbragðsáætlunin hefur þegar tekið gildi. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnarinnar en auk hans sitja í henni bæjarritari, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sviðsstjóri félagsmálasviðs. 21.10.2009 06:00 U-beygjur í Icesave og AGS Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið hart fram í gagnrýni á nýja Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Um leið hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýst samningunum góðum. Eftir að samningarnir voru kynntir á sunnudaginn sagði Bjarni að vegið hefði verið að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að neita henni um þann sjálfsagða rétt að fá skorið úr um málið fyrir hlutlausum dómstólum. 21.10.2009 05:30 Microsoft segist hafa lært af mistökunum Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. 21.10.2009 05:00 Tækin af Vellinum víst lífshættuleg „Við erum nokkrir starfsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands, allir útlærðir fagmenn í faginu, fullkomlega gáttaðir á ábyrgðarlausu svari Jóhanns Ólafssonar, forstöðumanns rafmagnsöryggissviðs Brunamálastofnunar í Fréttablaðinu í dag“, segir í yfirlýsingu sem barst Fréttablaðinu í gær frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands. 21.10.2009 04:45 Skoðar hugsanleg undanskot Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis. Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts. 21.10.2009 04:30 Frávísun hælisleitanda frestað Að beiðni Mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið frestað áður ákveðinni frávísun hælisleitanda til Grikklands. Maðurinn, sem er flóttamaður frá Afganistan, er einn fjögurra sem ráðuneytið ákvað í septemberlok að vísa til Grikklands. 21.10.2009 04:00 Bankar hefðu mátt sýna meiri ábyrgð „Ef Íslendingar hefðu sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins fyrir tveimur til þremur árum er líklegt að reglur um gegnsæi í stjórnum banka og fyrirtækja hefðu svipt hulunni af innbyrðistengslum þeirra við íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella. Hugsanlega hefði það getað dregið úr hættunni á hruni þeirra,“ segir Frakkinn Jean-Dominique Rugiero, stjórnandi sænska ráðgjafarfyrirtækisins Daxam Sustainability Services. 21.10.2009 03:30 Fylgdust með rússnesku olíuskipi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZOYMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla vestur fyrir land vegna lægða sem ganga yfir suður af landinu. Athygli vakti þegar skipið sigldi lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. 20.10.2009 21:38 Undirrituðu Evrópusáttmála um jafna stöðu kynjanna Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Undirritunin er liður í að styðja við það öfluga jafnréttisstarf sem ríkt hefur innan borgarinnar og fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á undanförnum áratugum að því er varðar jafnrétti kynjanna. 20.10.2009 20:39 Fordómar gagnvart iðnaðarmönnum í pólitík Líkt og fram kom í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa framsóknarmenn í borginni verið sakaður um spillingu varðandi útboð á uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. 20.10.2009 20:02 Fimm nýjar kennsluvélar til Keilis Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins. 20.10.2009 19:01 Málið mun umfangsmeira en talið var í upphafi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag fjóra Íslendinga í tengslum við mansalsmál sem upp kom í síðustu viku. Málið tengist nítján ára gamalli Litháískri stúlku sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Fimm litháískir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 20.10.2009 18:55 Aldrei fleiri í hvalaskoðun frá Húsavík Hvalaskoðun frá Húsavík hefur slegið öll fyrri met en um fimmtíu þúsund ferðamenn sigldu út á Skjálfanda í sumar til að sjá stærstu dýr jarðar. Hvalaskoðunartímabilinu lauk formlega í dag. 20.10.2009 18:52 Hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs Aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks eru fordæmd í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Forsætisráðherra segir að mótmæli sem hafi þann eina tilgang að ógna fólki og vekja ótta hjá börnum eigi aldrei rétt á sér. 20.10.2009 18:41 Slitlag komið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur Samfellt slitlag er komið á milli Reykjavíkur og Egilsstaða um Norðurland og vantar nú aðeins að ljúka átta kílómetra kafla í Berufirði til að unnt verði að aka hring umhverfis Ísland á malbiki. 20.10.2009 18:41 Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. 20.10.2009 18:00 Sendir flugherinn á veðrið Það snjóar býsnin öll í Moskvu á veturna. Það bæði truflar umferð og kostar höfuðborg Rússlands heilan helling af rúblum á ári hverju í snjóhreinsun. 20.10.2009 16:39 Borgarstjórn samþykkti siðareglur Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg á fundi sínum í dag. Borgarfulltrúar allra flokka að frátöldum Ólafi F. Magnússyni greiddu siðareglunum atkvæði sitt og skrifuðu undir þær á fundinum. 20.10.2009 16:33 Siðanefnd presta skilgreini brot séra Gunnars og beiti viðurlögum Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) hefur sent frá sér ályktun vegna mála séra Gunnars Björnssonar. Þar er siðanefnd Prestafélags hvött til þess að taka tillit til 6. greinar siðareglna félagsins þar sem nefndinni er gert að skilgreina alvarleika brota og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvrort eru áminning eða vísun máls til stjórnar Prestafélags Íslands þar sem tekin skuli ákvörðun um hvort viðkomandi verði vísað úr félaginu. 20.10.2009 16:08 Sérsveitin fór í 48 vopnuð verkefni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 48 vopnuð verkefni í fyrra, samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu embættisins. Samkvæmt skýrslunni sinnti sérsveitin 4.364 verkefnum í fyrra. Þar af voru almenn verkefni 4168 talsins og sérsveitarverkefnin 196 en vopnuð verkefni eru þar innifalin. Heildarfjöldi verkefnanna samsvarar tæpum 12 verkefnum á dag að meðaltali. 20.10.2009 16:02 Banna ekki reykingar í einkabílum Bresk yfirvöld hafa hætt við að setja lög sem banna reykingar í einkabílum ef börn eru farþegar. 20.10.2009 15:54 Amerískir flugmenn vilja svefnfrið undir stýri Bandarísk flugfélög og samtök flugmanna þar í landi hafa sótt um það til flugmálastjórnar að flugmenn fái að sofa á löngum og leiðinlegum flugleiðum. 20.10.2009 15:24 Hefja síldarleit í dag Hafrannsóknastofnunarinnar hefur síldarleit í dag í samstarfi við hagsmunaaðila, en áætlað er að leitin standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði. 20.10.2009 15:21 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast veitingastaði í Kaupmannahöfn Margar af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn síðasta árið hafa verið gerðar á veitingastöðum þar sem annaðhvort Vítisenglar eða innflytjendagengi halda til. 21.10.2009 13:28
Katrín enn undir feldi Mál Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneyti, er enn til skoðunar í ráðuneytinu. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvert verði framhald málsins. 21.10.2009 13:21
Íslenskar stúlkur enn í gæsluvarðhaldi í London Mál tveggja íslenskra stúlkna sem handteknar voru vegna vopnaðs ráns í Bretlandi verður ekki tekið fyrir dóm þar í landi fyrr en eftir áramót, samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. Stúlkurnar sitja nú í varðhaldi í London. 21.10.2009 13:20
Samkeppni á smálánamarkaði „Við bjóðum upp á lægri vexti,“ segir Guðmundur Ómarsson, annar eigandi Eldhafs ehf., sem er komið í samkeppni á smálánamarkaði á Íslandi. Fyrir stuttu greindu fjölmiðlar frá fyrirtækinu Kredia sem veitir fólki svokölluð SMS-lán. Það vakti þó athygli að lánin bera mikla vexti en samkvæmt gjaldskrá Kredia þá kostar tíu þúsund króna lán 2.500 krónur. 21.10.2009 13:00
Vilja Íslendingana í gæsluvarðhald vegna mansals Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að óska eftir gæsluvarðhaldúrskurði yfir þremur íslenskum karlmönnum, sem handteknir voru í gær grunaðir um tengsl við skipulagðan glæpahring. Fimm Litháar eru einnig í haldi í tengslum við mansálsmál og verður óskað eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi þeirra. Brotastarfsemi Íslendinganna og Litháanna er talin tengjast. 21.10.2009 12:28
Í þrjár vikur á gjörgæslu vegna svínaflensu Sex sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild með svokallaða svínaflensu. Sá sem lengst hefur legið þar er búinn að vera í um þrjár vikur, að sögn Haraldar Briem sóttvarnarlæknis. Hann segir þetta þó ekki vera óeðlilega langan tíma. 21.10.2009 11:58
Hraðakstur aldrei meiri og innbrotum fjölgar stórlega Hegningarlagabrot árið 2009 voru 1204 í september samkvæmt afbrotatölfræðiskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009. Þar kemur fram að hegningarlagabrotum hafa fækkað um tæp 7 prósent frá síðasta ári. Hraðakstursbrot hafa aldrei verið jafn mörg og nú. 21.10.2009 11:30
„Við erum komin aftur til Íslands“ „Við eigum að horfast í augu við það að í þjóðfélaginu ríkir togstreita,“ sagði Ögmundur Jónasson, fráfarandi formaður BSRB, við setningu 42. þings sambandsins í dag. Það væri hlutverk aðila innan BSRB að toga fyrir þá sem standa höllum fæti gagnvart fjármagni og valdi. „Það breytir því ekki að togstreytunni á jafnan að beina í eins jákvæðan og uppbyggilegan farveg og kostur er. Ég vil að við séum sem ein fjölskylda. En þá verðum við líka að vera það í reynd,“ sagði Ögmundur. 21.10.2009 11:16
Gordon Brown á útleið Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag. 21.10.2009 09:56
Segir Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV Fyrrum dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, segir sjónvarpsmanninn Egil Helgason brjóta hlutleysisreglu RÚV, þar sem hann heldur úti sívinsælum þætti sínum, Silfur Egils. 21.10.2009 09:33
Sprenging í haldlagningu stera Tollgæslan hefur lagt hald á rúmlega sjö lítra af anabólískum sterum í fljótandi formi það sem af er þessu ári og tæplega 80.000 steratöflur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóraembættinu í Reykjavík en þar segir enn fremur að fyrstu tíu mánuði síðasta árs hafi tollurinn lagt hald á 10.000 steratöflur og 1,2 lítra af sterum í vökvaformi. 21.10.2009 09:11
Ástralskt glæpakvendi slær í gegn með ævisögu Nýútkomin bók fyrrum eiginkonu ástralska glæpaforingjans Carls Williams hefur vakið verðskuldaða athygli þar í landi. 21.10.2009 08:46
NASA undirbýr næstu kynslóð geimflauga Bandaríska geimferðastofnunin NASA undirbýr nú fyrsta tilraunaskot hinnar nýju Ares 1-X-geimflaugar. 21.10.2009 08:44
Frelsi fjölmiðla: Ísland fellur úr fyrsta sæti í það níunda Ísland er í níunda sæti þegar kemur að frelsi fjölmiðla í heiminum. Fjölmiðlasamtökin Reporters without borders birtu í gær árlegan lista sinn yfir frelsi fjölmiðla og tróna fimm þjóðir saman á toppnum, Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Írland. Eistland er í sjötta sæti, Holland í því sjöunda og í áttunda sæti eru Svisslendingar. 21.10.2009 08:31
Tveir látnir eftir storminn Rick Tveir eru nú látnir á vesturströnd Mexíkó, nærri landamærum Bandaríkjanna, eftir að hitabeltisstormurinn Rick fór þar um. 21.10.2009 07:37
Á annan tug létust í lestarslysi á Indlandi Allt að 15 eru látnir og 50 fastir inni í flaki járnbrautarlestar utan við bæinn Mathura suður af Nýju-Delhí á Indlandi eftir að hraðlest ók aftan á hana á fullri ferð en hin lestin var þá kyrrstæð að sögn lögreglu á staðnum. 21.10.2009 07:21
Ekki fengið hraðasekt í 84 ár George Geeson er að öllum líkindum öruggasti ökumaður Englands. Hann hefur ekki fengið hraðasekt í 84 ár, það er að segja síðan hann fékk ökuskírteinið. 21.10.2009 07:16
Englar herja sem aldrei fyrr í Kaupmannahöfn Ekkert lát er á ófriði Vítisengla og glæpaklíka innflytjenda í Kaupmannahöfn og slær að jafnaði í brýnu fjórða hvern dag milli hópanna. 21.10.2009 07:06
Von á tilkynningu frá AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun í dag senda frá sér tilkynningu um endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands. Ríkisútvarpið hefur þetta eftir sendifulltrúa sjóðsins hér á landi. 21.10.2009 06:51
Brotist inn í apótek, félagsheimili og bíla Tilkynnt var nokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í félagsheimilið Breiðfirðingabúð seint í nótt og töluverðu magni af áfengi, sterku og léttu, stolið. EInnig var farið inn í fyrirtæki á Fiskislóð í Reykjavík. Þar hafði hurð verði brotin upp og mikið rótað í húsnæðinu sem er geymsluhúsnæði. Lögregla hefur ákveðinn mann grunaðan en enginn hefur verið handtekinn. 21.10.2009 06:44
Hafa leigt frá sér 2.306 tonn af kvóta Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 2.306 tonn af þeim 3.241 þorskígildistonni kvóta af bolfiski sem fyrirtækið fékk til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. september 2009. 21.10.2009 06:00
Grunaðir mansalsmenn neita allir Þrír íslenskir karlmenn og tvær konur voru handtekin í gær vegna rannsóknar á meintu mansali frá Litháen. Fimm litháískir karlmenn sitja þegar í gæsluvarðhaldi. 21.10.2009 06:00
Neyðarstjórn komið á fót Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær ítarlega viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og stofnaði neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand skapast. Viðbragðsáætlunin hefur þegar tekið gildi. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnarinnar en auk hans sitja í henni bæjarritari, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sviðsstjóri félagsmálasviðs. 21.10.2009 06:00
U-beygjur í Icesave og AGS Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið hart fram í gagnrýni á nýja Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Um leið hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýst samningunum góðum. Eftir að samningarnir voru kynntir á sunnudaginn sagði Bjarni að vegið hefði verið að sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að neita henni um þann sjálfsagða rétt að fá skorið úr um málið fyrir hlutlausum dómstólum. 21.10.2009 05:30
Microsoft segist hafa lært af mistökunum Nýju stýrikerfi Microsoft, sem nefnist Windows 7, verður formlega hleypt af stokkunum á morgun. Stýrikerfisins er beðið með eftirvæntingu. 21.10.2009 05:00
Tækin af Vellinum víst lífshættuleg „Við erum nokkrir starfsmenn Rafiðnaðarsambands Íslands, allir útlærðir fagmenn í faginu, fullkomlega gáttaðir á ábyrgðarlausu svari Jóhanns Ólafssonar, forstöðumanns rafmagnsöryggissviðs Brunamálastofnunar í Fréttablaðinu í dag“, segir í yfirlýsingu sem barst Fréttablaðinu í gær frá Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands. 21.10.2009 04:45
Skoðar hugsanleg undanskot Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlilegar millifærslur hjá Glitni í aðdraganda bankahrunsins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis. Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts. 21.10.2009 04:30
Frávísun hælisleitanda frestað Að beiðni Mannréttindadómstóls Evrópu hefur dómsmála- og mannréttindaráðuneytið frestað áður ákveðinni frávísun hælisleitanda til Grikklands. Maðurinn, sem er flóttamaður frá Afganistan, er einn fjögurra sem ráðuneytið ákvað í septemberlok að vísa til Grikklands. 21.10.2009 04:00
Bankar hefðu mátt sýna meiri ábyrgð „Ef Íslendingar hefðu sótt um aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins fyrir tveimur til þremur árum er líklegt að reglur um gegnsæi í stjórnum banka og fyrirtækja hefðu svipt hulunni af innbyrðistengslum þeirra við íslensk fyrirtæki mun fyrr en ella. Hugsanlega hefði það getað dregið úr hættunni á hruni þeirra,“ segir Frakkinn Jean-Dominique Rugiero, stjórnandi sænska ráðgjafarfyrirtækisins Daxam Sustainability Services. 21.10.2009 03:30
Fylgdust með rússnesku olíuskipi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur í dag fylgst með siglingu olíuskipsins ZOYMA vestur fyrir Ísland en skipið er á leið frá Bandaríkjunum til Rússlands. Skipið valdi að sigla vestur fyrir land vegna lægða sem ganga yfir suður af landinu. Athygli vakti þegar skipið sigldi lengra í norður en venjan er á þessari siglingaleið en ástæðan var sú að skipið vildi halda ákveðinni fjarlægð frá fiskiskipum á svæðinu. 20.10.2009 21:38
Undirrituðu Evrópusáttmála um jafna stöðu kynjanna Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í dag að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Þau sveitarfélög sem undirrita sáttmálann skuldbinda sig formlega til að virða grundvallarregluna um jafnrétti kvenna og karla. Undirritunin er liður í að styðja við það öfluga jafnréttisstarf sem ríkt hefur innan borgarinnar og fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg hefur verið í á undanförnum áratugum að því er varðar jafnrétti kynjanna. 20.10.2009 20:39
Fordómar gagnvart iðnaðarmönnum í pólitík Líkt og fram kom í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa framsóknarmenn í borginni verið sakaður um spillingu varðandi útboð á uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. 20.10.2009 20:02
Fimm nýjar kennsluvélar til Keilis Fyrstu erlendu flugnemarnir eru væntanlegir í næsta mánuði til náms í Flugakademíu Keilis á Keflavíkurflugvelli, sem kynnti í dag fimm nýjar kennsluvélar. Nærri eitthundrað Íslendingar stunda nú nám þar í hinum ýmsu greinum flugsins. 20.10.2009 19:01
Málið mun umfangsmeira en talið var í upphafi Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag fjóra Íslendinga í tengslum við mansalsmál sem upp kom í síðustu viku. Málið tengist nítján ára gamalli Litháískri stúlku sem trylltist í flugvél á leið hingað til lands. Fimm litháískir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 20.10.2009 18:55
Aldrei fleiri í hvalaskoðun frá Húsavík Hvalaskoðun frá Húsavík hefur slegið öll fyrri met en um fimmtíu þúsund ferðamenn sigldu út á Skjálfanda í sumar til að sjá stærstu dýr jarðar. Hvalaskoðunartímabilinu lauk formlega í dag. 20.10.2009 18:52
Hvetur mótmælendur til að virða friðhelgi einkalífs Aðfarir og skemmdarverk sem beinast gegn heimilum fólks eru fordæmd í ályktun sem ríkisstjórnin samþykkti í morgun. Forsætisráðherra segir að mótmæli sem hafi þann eina tilgang að ógna fólki og vekja ótta hjá börnum eigi aldrei rétt á sér. 20.10.2009 18:41
Slitlag komið á milli Egilsstaða og Reykjavíkur Samfellt slitlag er komið á milli Reykjavíkur og Egilsstaða um Norðurland og vantar nú aðeins að ljúka átta kílómetra kafla í Berufirði til að unnt verði að aka hring umhverfis Ísland á malbiki. 20.10.2009 18:41
Fjórir Íslendingar handteknir í mansalsmálinu Lögreglan á Suðurnesjum hefur staðið að umfangsmiklum lögregluaðgerðum á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis vegna rannsóknar á ætlaðri skipulagðri glæpastarfsemi. Fjórir Íslendingar hafa verið handteknir og húsleitir gerðar á allmörgum stöðum að undangengnum dómsúrskurðum. 20.10.2009 18:00
Sendir flugherinn á veðrið Það snjóar býsnin öll í Moskvu á veturna. Það bæði truflar umferð og kostar höfuðborg Rússlands heilan helling af rúblum á ári hverju í snjóhreinsun. 20.10.2009 16:39
Borgarstjórn samþykkti siðareglur Borgarstjórn Reykjavíkur staðfesti siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg á fundi sínum í dag. Borgarfulltrúar allra flokka að frátöldum Ólafi F. Magnússyni greiddu siðareglunum atkvæði sitt og skrifuðu undir þær á fundinum. 20.10.2009 16:33
Siðanefnd presta skilgreini brot séra Gunnars og beiti viðurlögum Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) hefur sent frá sér ályktun vegna mála séra Gunnars Björnssonar. Þar er siðanefnd Prestafélags hvött til þess að taka tillit til 6. greinar siðareglna félagsins þar sem nefndinni er gert að skilgreina alvarleika brota og beita tilteknum viðurlögum sem annað hvrort eru áminning eða vísun máls til stjórnar Prestafélags Íslands þar sem tekin skuli ákvörðun um hvort viðkomandi verði vísað úr félaginu. 20.10.2009 16:08
Sérsveitin fór í 48 vopnuð verkefni Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 48 vopnuð verkefni í fyrra, samkvæmt upplýsingum úr ársskýrslu embættisins. Samkvæmt skýrslunni sinnti sérsveitin 4.364 verkefnum í fyrra. Þar af voru almenn verkefni 4168 talsins og sérsveitarverkefnin 196 en vopnuð verkefni eru þar innifalin. Heildarfjöldi verkefnanna samsvarar tæpum 12 verkefnum á dag að meðaltali. 20.10.2009 16:02
Banna ekki reykingar í einkabílum Bresk yfirvöld hafa hætt við að setja lög sem banna reykingar í einkabílum ef börn eru farþegar. 20.10.2009 15:54
Amerískir flugmenn vilja svefnfrið undir stýri Bandarísk flugfélög og samtök flugmanna þar í landi hafa sótt um það til flugmálastjórnar að flugmenn fái að sofa á löngum og leiðinlegum flugleiðum. 20.10.2009 15:24
Hefja síldarleit í dag Hafrannsóknastofnunarinnar hefur síldarleit í dag í samstarfi við hagsmunaaðila, en áætlað er að leitin standi fram yfir næstu helgi. Fjögur veiðiskip taka þátt í leitinni, það eru Súlan EA, Sighvatur Bjarnason VE, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds frá Höfn í Hornafirði. 20.10.2009 15:21