Innlent

Íslendingar hafa greitt að fullu til SÞ

MYND/AP

Ísland er á meðal þeirra 22 þjóða sem hafa greitt aðildargjöld sín að Sameinuðu Þjóðunum að fullu. 192 lönd eru aðilar að samtökunum og því hafa aðeins tæp tólf prósent landanna greitt allt sem þeim ber.

Þetta kom fram í máli Angelu Kane aðstoðarframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna í gær. Ísland skipar sér á bekk með löndum á borð við Ástralíu, Canada, Þýskaland og Svíþjóð en á meðal landa sem ekki hafa gert upp að fullu við samtökin má nefna Bandaríkin, sem þó greiða mest til samtakanna.

Skuld ríkjanna er í dag rúmir þrír milljarðar bandaríkjadala.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×