Fleiri fréttir

Bíræfinn þjófur stal barnavagni

„Ég á ekki orð yfir að nokkur skuli stela vagni frá barni. Þetta er ótrúlegt,“ segir Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Barnavagni tíu mánaða sonar hennar og Adams Bjarka Ægissonar var stolið fyrir utan heimili þeirra á Holtsgötu í fyrrakvöld.

Unnu á facebook og twitter

„Verkamannaflokkurinn vann kosningabaráttuna á samskiptasíðunum Facebook og Twitter og á blogginu. Þó að það sé ekki rétt að kalla þetta nýja miðla er það nýtt fyrir okkur að nota þá í kosningabaráttunni á þann hátt sem við gerðum núna,“ sagði Jens Stoltenberg á blaðamannafundi í gær.

Engin lögbundin GSM-viðmið notuð

Engin lögbundin viðmiðunarmörk gilda á Íslandi um hámarksstyrk GSM-senda. Geislavarnir ríkisins miða þó við sömu mörk og Evrópusambandið mælir með.

Vændi auglýst í hraðbanka

Vændisþjónustan Ice Escorte var auglýst á hraðbanka Íslandsbanka í Lækjargötu í gærmorgun. Þar hafði vændiskonan, eða einhver henni tengdur, límt límmiða með mynd af sér, símanúmerum og vefslóð, við hlið lyklaborðsins á bankanum.

Keppir á HM þrátt fyrir ævilangt bann

„Ég hef átt flekklausan feril og vil ekki tengja mitt nafn við slíkan mann,“ segir Magnús Ver Magnússon, sem kveðst munu sniðganga fyrirhugað heimsmeistaramót í kraftlyftingum vegna þátttöku aflraunamannsins Jóns Gunnarssonar.

Þetta er mannréttindabrot

„Að láta dæmda brotamenn bíða eftir að geta afplánað refsingu svo árum skiptir, er ekkert annað en mannréttindabrot.“

Handtekinn í Ráðhúsinu: „Þetta var hálf skrýtið"

Jón Bjarki Magnússon er einn þriggja sem handtekinn var á pöllum Ráðhúss Reykjavíkur um fimmleytið í dag en þar var sala á hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku samþykkt. Jón Bjarki þurfti að dúsa á lögreglustöðinni í þrjá tíma en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Hann segir handtökuna hafa verið hálf skrýtna.

Joe Wilson áminntur

Fulltrúadeildin á bandarískaþinginu undir forystu demókrata áminnti í kvöld þingmann repúblikana sem æpti „Þú lýgur!" að Barack Obama þegar sá síðarnefndi varði umbætur sínar í heilbrigðiskerfinu í ræðu í síðustu viku.

Búið að sleppa þeim handteknu

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er búið að sleppa þremur mótmælendum sem handteknir voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Sjálfstæðu leikhúsin róa lífróður - Borgarleikhúsið setur met

Í tilkynningu frá sjálfstæðu leikhúsunum sem send er fjölmiðlum í dag kemur fram að áhrif efnahagslægðar á Íslandi sé farið að gæta í starfi þeirra. Þar segir að á komandi leikári muni færri uppsetningar líta dagsins ljós miðað við fyrri ár, meðal annars vegna húsnæðisskorts hafa fleiri atvinnuleikhópar sótt á náðir stofnanaleikhúsanna með upppsetningar sínar og leikhópari sæki í auknum mæli til útlanda. Á sama tíam setur Borgarleikhúsið met í áskriftarsölu.

Stofnun grunnskóla Óla Stef samþykkt

Á borgarstjórnarfundi í dag var endanlega samþykkt umsókn Menntaskólans ehf. um stofnun nýs einkarekins grunnskóla, í andstöðu við minnihlutann.

Hafnar fullyrðingum Óskars Bergssonar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafnar þeim fullyrðingum sem fram komu í máli Óskars Bergssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík, í fréttum í dag að samningur ríkisins við skilanefnd Glitnis opni fyrir erlent eignarhald á orkufyrirtækjum. Íslandsbanki sé aðeins að hluta tengdur HS orku og því ólíklegt að samningurinn við kröfuhafa verði til þess að fyrirtækið komist í eigu erlendra aðila.

Ekki búið að yfirheyra þá handteknu

Þrír mótmælendur voru handteknir í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag þegar salan á hlut í Orkuveitu Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarráðs. Að sögn lögreglu voru mótmælendurnir handteknir fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu.

„Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg“

Skiptastjóri Baugs vill rifta samningum um sölu á Högum, frá Baugi til Gaums. Salan á Högum gengur þó ekki sjálfkrafa til baka þrátt fyrir þetta. Málið snýst um kröfu þrotabúsins á hendur Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og Kaupþingi, um 5 milljarða króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Ekki er fótur fyrir kröfunni segir Jón Ásgeir sem segir að sala á Högum og uppgreiðsla lána hafi verið í gerð fullu samráði við kröfuhafa.

Afskrifa skuldir heimila

Ríkisstjórnin boðar afskriftir skulda hjá heimilum sem eru með yfirveðsettar eignir og ýmsar breytingar varðandi greiðsluaðlögun og greiðslujöfnun. Um tuttugu prósent heimila eru í vanskilum og verður sérstaklega horft til þeirra. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að sem fyrst verði farið í byggingu Búðarhálsvirkjunar.

Salan samþykkt í borgarstjórn

Samningur Orkuveitu Reykjavíkur á sölu á rúmlega 31% hlut í orkuframleiðslufyrirtækinu HS Orku til Magma Energy Sweden AB, sænsks dótturfélags kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy Corporation, var staðfestur á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag. Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði með staðfestingunni.

Tveir mótmælendur út í lögreglufylgd

Lögreglan leiddi tvo mótmælendur út úr Ráðhúsi Reykjavíkur í dag eftir að umræðum um söluna á hlut í HS Orku til Magma Energy var lokið í borgarstjórn í dag. Mikil háreysti voru á pöllum borgarstjórnar og kölluðu mótmælendur slagorð eins og „vanhæf borgarstjórn" og fleira.

Með sex þúsund e-töflur í niðursuðudósum

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni á þrítugsaldri en hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla til landsins ásamt öðrum manni tæplega 6000 þúsund e-töflum.

Árshátíðargesti dæmdar 2,3 milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Hótel Sögu og veisluþjónustuna Hagatorg til að greiða konu 2,3 milljónir í bætur auk vaxta vegna óhapps sem hún varð fyrir á hótelinu. Óhappið varð þegar á árshátíð Múrarameistarafélagsins í febrúar árið 2006. Konan handleggsbrotnaði við óhappið.

Hringurinn færði slysadeild Landspítalans veglega gjöf

Kvenfélagið Hringurinn hefur fært slysa- og bráðadeild á Landspítala Fossvogi að gjöf blöðruómskoðunartæki og 10 Thermoscan hitamæla. Í fréttatilkynningu frá Landspítalanum segir að árlega komi um 14 þúsund börn á deildina til meðhöndlunar. Gjafir sem þessar auðveldi mjög umönnun sjúklinga deildarinnar og létti störfin þar. Tækin komi sér vel og nýtist bæði fullorðnum og börnum.

„Þekkir þú Finn Ingólfsson?“

Hiti er að færast í leikinn á meðal áhorfenda á pöllum Ráðhúss Reykjavíkur en í borgarstjórn er verið að taka fyrir sölu á hlut Orkuveitunnar í Hs Orku til Magma Energy Sweden. Mikið var um frammíköll þegar Óskar Bergsson oddviti framsóknarmanna hélt ræðu og var hann meðal annars spurður hvort hann þekkti Finn Ingólfsson, athafnamann með meiru.

Fimmtán ára gamall piltur brenndist í andliti

Fimmtán ára gamalt piltur brenndist í andliti þegar hann, ásamt jafnaldra sínum, voru að fikta við að blanda saman saltpétri og sykri heima hjá öðrum þeirra í Kópavogi í dag. Smá sprenging varð með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut annars stigs brunasár í andliti og var hann fluttur á slysadeild.

Þjóðin er tortryggin gagnvart ESB

„Þessi skoðanakönnun staðfestir það sem við vissum áður; að það er mikill meirihluti þjóðarinnar sem er á móti aðild,“ segir formaður Heimssýnar, Ragnar Arnalds um nýja skoðanakönnun Gallups-Capacent sem var gerð fyrir Samtök iðnaðarins. Þar kemur fram að andstaða við aðild að ESB hafi aldrei verið meiri. Formaður Evrópusamtakanna, Andrés Pétursson, segir umræðuna um Icesave hafa mikil áhrif á niðurstöðuna og viðhorf Íslendinga til Evrópusambandsins.

„Ábyrg og skynsamleg leið við erfiðar aðstæður“

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut fyrirtækisins í HS Orku vera ábyrga og skynsamlega leið við erfiðar aðstæður, þegar málið kom til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem nú stendur yfir.

Fullir pallar í ráðhúsinu

Samningur Orkuveitur Reykjavíkur og Magma Energy er til umræðu á borgarstjórnarfundi sem hófst klukkan tvö í ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum stendur til að greiða atkvæði um sölu Orkuveitunnar á hlut sínum í Hs Orku til Magma Energy.

Varð á milli veggs og dráttarvélar - mildi að ekki fór verr

Karlmaður var færður á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann klemmdist á milli dráttarvélar og veggs í Grímsstaðarrétt á Mýrum í hádeginu í dag. Maðurinn stóð við girðingu þegar dráttarvél með fjárvagn ók framhjá honum.

Icesave dregur úr áhuga á ESB

Icesave málið hefur dregið úr áhuga á Íslendinga á inngöngu í Evrópusambandið, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Í nýrri könnun sem Capacent Gallup

Óskar: Steingrímur hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur sjálfur opnað fyrir erlent eignarhald á íslenskum orkufyrirtækjum með því að skrifa undir samkomulag við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Þetta er mat borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Bankinn á stóran hlut í HS Orku í gegnum Geysir Green Energy.

Andstaðan við aðild að ESB er í hámarki

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.

Luna fann kannabis í Vestmannaeyjum

Fíkniefnahundurinn Luna fann lítilræði af ætluðu kannabis á farþega sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja í síðustu viku. Viðkomandi viðurkenndi fyrir lögreglunni í Vestmannaeyjum að hann væri eigandi efnanna og telst málið upplýst.

Enginn Íslendingur sameinar þjóðina

Enginn núlifandi Íslendingur getur talist vera sameiningartákn þjóðarinnar ef marka má nýja könnun markaðskönnunarfyrirtækisins MMR. Samkvæmt könnuninni telja umm 72% aðspurðra telja sig ekki geta nefnt einstakling í samfélaginu sem sé eða geti orðið sameiningartákn fyrir íslensku þjóðina. Um 1% svarenda nefndu Ólaf Ragnar Grímsson sem sameiningartákn.

Sektaður fyrir að selja svikinn þorsk

Eigandi „Fish‘n‘Chips“ veitingastaðar í Kidderminster í Worcestershire í Englandi hefur verið dæmdur til að greiða sekt sem svarar til 675.000 íslenskra króna fyrir að selja viðskiptavinum sínum eldisfiskinn pangasius sem þorsk.

Lundúnabúar skattpíndir í kjölfar íslenska bankahrunsins

Íbúar Westminster í miðborg Lundúna þurfa á næstunni að borga sérstaklega fyrir að láta fjarlægja stóra hluti á borð við sófa eða ísskápa af heimilum heimilum sínum. Þjónustan hefur hingað til verið endurgjaldslaus og hafa íbúar hverfisins átt kost á að láta fjarlægja stóra hluti þrisvar sinnum á ári. Þetta var tekið upp vegna þess að íbúar hverfisins höfðu í auknum mæli tekið upp á að henda rusli út á götur til þess að losna við það.

Grunnlaun hjá félögum SFR hækkuðu um 5%

Grunnlaun félaga í SFR, Starfsmannafélagi ríkisins, hækkuðu að meðaltali um 6% á á milli áranna 2008 og 2009 og heildarlaun um 5%. Meðalgrunnlaun SFR félaga í febrúar 2009 voru um 266 þúsund krónur og heildarlaun um 320 þúsund krónur.

Fulltrúi Framsóknar vill fund í allsherjarnefnd

Vigdís Hauksdóttir, þingkona framsóknarmanna og fulltrúi í allsherjarnefnd, hefur farið fram á fund í nefndinni vegna ástandsins í fangelsismálum. Eins og komið hefur fram í fréttum eru fangelsi þjóðarinnar yfirfull og langur biðlisti eftir afplánun.

Jafnréttisnefnd vill jöfn kynjahlutföll á framboðslistum

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga, sem var haldinn á Ísafirði síðustu helgi, skorar á stjórnmálaflokka og önnur framboð að tryggja jöfn hlutföll kynjanna í efstu sætum á framboðslistum til sveitarstjórnarkosninga vorið 2010. Landsfundurinn telur það jafnframt vera á ábyrgð þeirra sem bjóða fram lista við kosningar að jafna hlutdeild kynja við ákvarðanatöku í stjórnmálum.

Meint stolið bréf frá Jacqueline Kennedy komið í leitirnar

Bandaríska alríkislögreglan hefur lagt hald á handskrifað bréf frá Jacqueline Kennedy, ekkju Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem hún sendi Ethel Kennedy, ekkju Roberts, mágs síns, eftir að hann var skotinn til bana árið 1968.

Dauði Jacksons lífseigt umræðuefni

Ekkert lát er á umræðum um dauða Michaels Jackson og nú stígur Deepak Chopra, andlegur ráðgjafi og sjálfshjálparmeistari ýmissa frægra einstaklinga, þar á meðal Jacksons, fram og ræðir málið við blaðamann Telegraph.

John Gotti yngri ákærður í fjórða sinn

John Gotti yngri, sonur og alnafni eins alræmdasta mafíuforingja Bandaríkjanna, er nú fyrir rétti í New York, ákærður fyrir fjárkúgun og svik af ýmsu tagi.

Sjá næstu 50 fréttir