Innlent

Fimmtán ára gamall piltur brenndist í andliti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pilturinn var fluttur á slysadeild. Mynd/ GVA.
Pilturinn var fluttur á slysadeild. Mynd/ GVA.
Fimmtán ára gamalt piltur brenndist í andliti þegar hann, ásamt jafnaldra sínum, var að fikta við að blanda saman saltpétri og sykri í heimahúsi í Kópavogi í dag. Smá sprenging varð með þeim afleiðingum að drengurinn hlaut annars stigs brunasár í andliti og var hann fluttur á slysadeild.

Þá slasaðist bifhjólamaður þegar hann féll af hjóli sínu á Hafravatnsvegi, rétt við Skyggni, um hádegið í dag. Hann var fluttur á slysadeild til skoðunar og lék grunur á að hann hefði viðbeinsbrotnað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×