Innlent

Luna fann kannabis í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Fíkniefnahundurinn Luna fann lítilræði af ætluðu kannabis á farþega sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja í síðustu viku. Viðkomandi viðurkenndi fyrir lögreglunni í Vestmannaeyjum að hann væri eigandi efnanna og telst málið upplýst.

Þá var eitt rúðubrot tilkynnt til lögreglunnar en óprúttinn vargur braut rúðu í Framhaldsskóla Vestmannaeyja. Ekki er vitað hver var að verki en lögreglan óskar eftir liðsinni almennings hafi einhver orðið varir við rúðubrjótinn.

Þrjár kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða kæru vegna hraðaksturs, akstur án þess að hafa öryggisbeltið spennt og akstur á léttbifhjóli án þess að hafa öryggishjálm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×