Innlent

Vændi auglýst í hraðbanka

Vændi með hraði Engum dylst hvað þarna er verið að auglýsa.
Fréttablaðið/vilhelm
Vændi með hraði Engum dylst hvað þarna er verið að auglýsa. Fréttablaðið/vilhelm

Vændisþjónustan Ice Escorte var auglýst á hraðbanka Íslandsbanka í Lækjargötu í gærmorgun. Þar hafði vændiskonan, eða einhver henni tengdur, límt límmiða með mynd af sér, símanúmerum og vefslóð, við hlið lyklaborðsins á bankanum.

Lög voru sett í vor um að ólöglegt væri að kaupa vændi en áður var það hvorki refsivert fyrir kaupandann né seljandann.

Á vefnum sem vændiskonan gefur upp segist hún vera nýlega komin til Íslands. Hún birtir verðskrá, og kostar hálf klukkustund með henni 15 til 20 þúsund krónur. Fjórtán íslenskir karlmenn hafa skráð sig sem vini hennar á síðunni og nokkrir hafa skrifað í gestabók og lýst yfir áhuga á að hitta hana.

Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, hafði ekki heyrt af málinu þegar Fréttablaðið ræddi við hann, en sagði að svona lagað væri fjarlægt um leið og það uppgötvaðist. Það gæti auðvitað komið fyrir á stöðum eins og í hraðbönkum að þar væru unnin skemmdarverk, krotað væri á þá eða auglýsingar eins og þessi límdar á. Þetta hefði þó ekki verið sérstakt vandamál til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×