Innlent

Hringurinn færði slysadeild Landspítalans veglega gjöf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kvenfélagið Hringurinn færði slysa- og bráðadeild veglega gjöf.
Kvenfélagið Hringurinn færði slysa- og bráðadeild veglega gjöf.
Kvenfélagið Hringurinn hefur fært slysa- og bráðadeild á Landspítala Fossvogi að gjöf blöðruómskoðunartæki og 10 Thermoscan hitamæla. Í fréttatilkynningu frá Landspítalanum segir að árlega komi um 14 þúsund börn á deildina til meðhöndlunar. Gjafir sem þessar auðveldi mjög umönnun sjúklinga deildarinnar og létti störfin þar. Tækin komi sér vel og nýtist bæði fullorðnum og börnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×