„Ábyrg og skynsamleg leið við erfiðar aðstæður“ 15. september 2009 14:26 Hanna Birna Kristjánsdóttir í ræðustól í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut fyrirtækisins í HS Orku vera ábyrga og skynsamlega leið við erfiðar aðstæður, þegar málið kom til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Að mati Hönnu Birnu er staðan sú að OR mætti samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins ekki eiga nema lítinn hlut í fyrirtækinu, en samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur er Orkuveitan þrátt fyrir það skuldbundin til að standa við kaup á stórum hlut af Hafnarfjarðabæ sem ákveðin voru áður en niðurstaða samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Samningurinn við Magma Energy Sweden, dótturfélag kanadíska fyrirtækisins, er vel viðunandi og leysir Orkuveituna úr erfiðri stöðu að sögn borgarstjórans. „Ég vil ítreka og leggja áherslu á þá staðreynd að það efnahags- og fjármálaumhverfi sem við lifum í núna leyfir ekki mikla áhættutöku. Það er skylda okkar sem ábyrgra fulltrúa þessarar borgar að styðja þær ráðstafanir fyrirtækja í okkar eigu sem eru til þess fallnar að draga úr óvissu í rekstri þeirra. Auðvitað hefði verið betra að selja þennan hlut við aðrar aðstæður. En aðrar aðstæður eru ekki fyrir hendi og ekkert okkar veit hvenær svo verður", sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hún undirstrikaði einnig að við sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku væri ekki verið að selja auðlindir. Samningur OR og Magma Energy Sweden sé um sölu á hlut Orkuveitunnar í fyrirtækinu HS Orku, sem aftur eigi engar auðlindir. „Svo einfalt er það. Eigandi þeirra auðlinda sem HS Orka nýtir er Reykjanesbær. Reykjavíkurborg og OR hafa enga aðkomu að þeim auðlindum," segir Hanna Birna. Gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt á fundi borgarstjórnar í dag. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur um sölu á hlut fyrirtækisins í HS Orku vera ábyrga og skynsamlega leið við erfiðar aðstæður, þegar málið kom til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Að mati Hönnu Birnu er staðan sú að OR mætti samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins ekki eiga nema lítinn hlut í fyrirtækinu, en samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur er Orkuveitan þrátt fyrir það skuldbundin til að standa við kaup á stórum hlut af Hafnarfjarðabæ sem ákveðin voru áður en niðurstaða samkeppnisyfirvalda lá fyrir. Samningurinn við Magma Energy Sweden, dótturfélag kanadíska fyrirtækisins, er vel viðunandi og leysir Orkuveituna úr erfiðri stöðu að sögn borgarstjórans. „Ég vil ítreka og leggja áherslu á þá staðreynd að það efnahags- og fjármálaumhverfi sem við lifum í núna leyfir ekki mikla áhættutöku. Það er skylda okkar sem ábyrgra fulltrúa þessarar borgar að styðja þær ráðstafanir fyrirtækja í okkar eigu sem eru til þess fallnar að draga úr óvissu í rekstri þeirra. Auðvitað hefði verið betra að selja þennan hlut við aðrar aðstæður. En aðrar aðstæður eru ekki fyrir hendi og ekkert okkar veit hvenær svo verður", sagði Hanna Birna í ræðu sinni. Hún undirstrikaði einnig að við sölu á hlut Orkuveitunnar í HS Orku væri ekki verið að selja auðlindir. Samningur OR og Magma Energy Sweden sé um sölu á hlut Orkuveitunnar í fyrirtækinu HS Orku, sem aftur eigi engar auðlindir. „Svo einfalt er það. Eigandi þeirra auðlinda sem HS Orka nýtir er Reykjanesbær. Reykjavíkurborg og OR hafa enga aðkomu að þeim auðlindum," segir Hanna Birna. Gert er ráð fyrir að málið verði afgreitt á fundi borgarstjórnar í dag.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira