Innlent

Varð á milli veggs og dráttarvélar - mildi að ekki fór verr

Sjúkrabíll. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Sjúkrabíll. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Karlmaður var færður á sjúkrahúsið á Akranesi eftir að hann klemmdist á milli dráttarvélar og veggs í Grímsstaðarrétt á Mýrum í hádeginu í dag. Maðurinn stóð við girðingu þegar dráttarvél með fjárvagn ók framhjá honum.

Samkvæmt varðstjóra lögreglunnar á Borgarnesi festist maðurinn einhvern veginn í vagninum og dróst með.

Aðkoman var nokkuð ljót og var maðurinn illa haldinn þegar lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var því sett í viðbragðsstöðu. Í ljós kom að meiðsl mannsins voru minni en í fyrstu var talið. Var því látið nægja að fara með hann á sjúkrahúsið á Akranesi og beiðni um aðstoð þyrlu landhelgisgæslunnar afboðuð.

Þó er talið að maðurinn hafi hlotið beinbrot auk þess að vera marinn og skrámaður. Að sögn varðstjóra er mildi að ekki fór verr.

Lögreglan stöðvaði síðan konu á Snæfellsnesvegi í dag en hún ók á 125 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var 90 kílómetrar. Hún reyndist réttindalaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×